Landsbankadeildin á sunnudag Fylkir – FH

Landsbankadeildin á sunnudag Fylkir – FH

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson

Guðmundur Sævarsson – Ármann Smári Björnsson – Tommy Nielsen – Freyr Bjarnason

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson – Sigurvin Ólafsson – Davíð Þór Viðarsson

Atli Viðar Björnsson – Allan Dyring/Atli Guðnason – Tryggvi Guðmundsson

Meiddir leikmenn (hver eru meiðslin og hvað gætu þeir verið lengi frá?)

Auðun Helgason er með slitin krossbönd og leikur ekki á þessu keppnistímabili.

Sverrir Garðarson á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn.

Sögulegar viðureignir

Lokaumferð Íslandsmótsins 1989 fer seint úr minnum manna. FH-ingar gátu tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri á fallkandídötum Fylkis en hinir appelsínugulu reyndust Hafnfirðingum erfiður ljár í þúfu. Guðmundur Valur Sigurðsson kom FH á blað snemma leiks en Örn nokkur Valdimarsson jafnaði fyrir Fylki og loks kom 2. flokkspjakkurinn Kristinn Tómasson inná, tryggði Fylkismönnum sigurinn og gerði út um titilvonir FH-inga.

Um stuttan tíma gekk hvorki né rak hjá FH-ingum gegn Fylki í leikum í efstu deild. Sú grýla var þó jöfnuð við jörðu í Krikanum um mitt sumar 2004 þegar Emil Hallfreðsson gerði eftirminnilegt sigurmark í þýðingarmiklum leik og tylltu FH-ingar sér í toppsætið í kjölfarið. Allar götur síðan hefur FH verið í efsta sæti Landsbankadeildarinnar eða í heilar 29 umferðir.

Síðast þegar liðin léku í Árbænum litu sjö mörk dagsins ljós í 5-2 sigri FH-inga. Allan Borgvardt gerði þrennu fyrir FH og Auðun Helgason og Heimir Guðjónsson skoruðu sitt markið hvor. Björgúlfur Takefusa og Helgi Valur Daníelsson voru markaskorarar Fylkis. Enginn þessara leikm

Aðrar fréttir