Landsliðið

Landsliðið

Landsliðið fyrir Evrópubikarinn hefur verið valið. 12 FH-ingar eru í hópnum að þessu sinni. Bræðurnir Bjarni og Ólafur Traustasynir eru í 4×100 sveitinni ásamtSveini Þórarinssyni, Óðinn Björn Þorsteinsson tekur kúluna, Jón “án atrennu” Ásgrímsson mun munda spjótið, Guðmundur Karlsson tekur sleggjuna, Silja Úlfarsdóttir munhlaupa 200m og 400m, Eygerður Inga Hafþórsdóttir hleypur 800m, Rakel Ingólfsdóttir 3000m, Íris Svavarsdóttir stekkur hástökkið og Hilda Guðný Svavarsdóttir stekkur þrístökkið.Þá mun Halla Heimisdóttir kasta kringlunni.

Skagfirðingar eiga 8 fulltrúa, Ír-ingar eiga 4, Breiðablik 3, Hsk 2 og UMSB og Ármann einn fulltrúa hvort félag.Evrópubikarinn verður haldin í Tallin um aðra helgi, 22.-23.júní. Íslenska liðið er geysisterkt þrátt fyrir viss forföll vegna meiðsla en stefnan er víst sett á 4-5 sætið.Landsliðið mun koma saman til æfingar í kaplakrika sunnudag kl. 10:30.

Aðrar fréttir