
Landsliðsveisla í handboltanum!
Undanfarið hafa landsliðsþjálfarar í handknattleik verið að setja saman æfingahópa í yngri landsliðum karla og kvenna og munu æfingar hefjast núna í vikunni. FH-ingar eiga þar eftirfarandi fulltrúa:
U-15
ára landslið karla
Sigurjón Valdimarsson
Jóhann Birgir Ingvarsson
Sigurður Njálsson
Þorvaldur Sveinbjörnsson
U-17
ára landslið karla
Sigurður Ingiberg Ólafsson
Ísak Rafnsson
Kristján Gauti Emilsson
Magnús Óli Magnússon
Þórir Traustason
U-15
ára landslið kvenna
Aníta Mjöll Ægisdóttir
Fanney Þórisdóttir
Sigrún Jóhannsdóttir
U-17
ára landslið kvenna
Birna Berg Haraldsdóttir
Heiðdís Rún Guðmundsdóttir
Steinunn Snorradóttir
Þá voru einnig valdir hópar fyrir U-19 ára landslið kvenna og U-21 árs landslið karla. Þar eru úr FH:
U-19
ára landslið kvenna
Ingibjörg Pálmadóttir
Sigríður A. Ólafsdóttir
U-21 árs landslið karla
Ásbjörn Friðriksson
Ólafur Guðmundsson
Þá eru verkefni framundan hjá A-landsliðum karla og kvenna. A-landslið karla er farið til Þýskalands í æfingabúðir og mun þar m.a. leika æfingaleik gegn þýska landsliðinu. Aron Pálmarsson var valinn á ný í landsliðið eftir eldskírn sína gegn Belgum fyrir skömmu.
A-landslið kvenna er hinsvegar á leið til Póllands þar sem þær munu taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik. Hildur Þorgeirsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna var valinn í lokahópinn og er fyrsti leikur liðsins á miðvikudaginn gegn Lettum.
Við óskum öllu þessu frábæra handboltafólki til hamingju og að sjálfsögðu öllum þeim sem koma að handknattleiksdeildinni, því betri viðurkenningu er vart hægt að fá fyrir það frábæra starf sem verið er að vinna í Kaplakrikanum.
Áfram FH!