Landsliðsverkefni KSÍ

Þær Aníta Dögg Guðmundsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Guðný Árnadóttir hafa verið valdir til að spila fyrir hönd Íslands í milliriðli skipum leikmönnum 17 ára og yngri.

Milliriðillinn fer fram í Portúgal dagana 26. mars til 3. apríl næstkomandi, en þjálfari liðsins er Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfari FH til nokkura ára. Jörundur vann meðal annars Íslands- og bikarmeistaratitil með FH.

Stelpurnar þrjár hafa allar komið við sögu hjá meistaraflokki undanfarin tímabil, en á síðasta tímabili voru meðal annars Karólína og Guðný fastamenn í ungu og þrælskemmtilegu liði FH.

Við óskum stelpunum innilega til hamingju með viðurkenninguna og vonum að þeim og liðinu vegni sem allra best ytra.

Þeir Hörður Ingi og Grétar Snær héldu út í gær með U21 árs landsliðishópnum sem mætir Georgíu og Sádí Arabíu.

Sex FH-ingar hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 karla undir stjórn Dean Martin, en æfingarnar fara fram um helgina.

Þetta eru þeir Baldur Logi Guðlaugsson, Jóhann Þór Arnarsson, Jóhann Ægir Arnarsson, Sindri Snær Vilhjálmsson, Haukur Leifur Eiríksson og Heiðmar Gauti Gunnarsson.

Allir þessir drengir urðu Íslandsmeistarar með 4. flokki á síðasta tímabili eftir dramatískan sigur á Breiðablik í framlengdum úrslitaleik.

 

Aðrar fréttir