Laugi og félagar í Krikann

Laugi og félagar í Krikann


 

Líklegt byrjunarlið

Daði Lárusson

Heimir S. Guðmundsson – Ármann Smári Björnsson – Ásgeir G. Ásgeirsson – Freyr Bjarnason

Baldur Bett – Sigurvin Ólafsson – Davíð Þór Viðarsson

Ólafur Páll Snorrason – Atli Viðar Björnsson – Tryggvi Guðmundsson

Meiddir leikmenn (hver eru meiðslin og hvað gætu þeir verið lengi frá?)

Auðun Helgason er með slitin krossbönd og leikur ekki á þessu keppnistímabili.

Sverrir Garðarson á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn.

Tommy Nielsen, Allan Dyring og Peter Matzen hafa allir átt við meiðsli að stríða og er óvíst hvort þeir taki þátt í leiknum.

Guðmundur Sævarsson er í leikbanni.

Sögulegar viðureignir

FH komst í fyrsta sinn í úrslit bikarkeppninnar 1972 þrátt fyrir að leika ekki í efstu deild það sumarið. Andstæðingarnir voru Eyjamenn og enduðu leikar 2-0 fyrir ÍBV.

Árið 1983 léku liðin í undanúrslitum bikars. Jöfnunarmark ÍBV í hörkuleik er endaði 2-2 kom á lokamínútu leiksins og því þurfti að leika að nýju í Vestmannaeyjum. Þann leik sigraði ÍBV 4-2.

FH sigraði ÍBV 3-0 í Krikanum í fyrra með mörkum Tryggva Guðmundssonar, Allans Borgvardts og Atla Viðars Björnssonar. Í útileiknum í fyrra gerði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sigurmarkið í hörkuleik.

Síðustu leikir félaganna í efstu deild í Kaplakrika:

2005 FH – ÍBV 3 – 0
2004 FH – ÍBV 2 – 1
2003 FH – ÍBV 2 – 1
2002 FH – ÍBV 2 – 1
2001 FH – ÍBV 0 – 1
1995 FH – ÍBV 1 – 3
1994 FH – ÍBV 2 – 1
1993 FH – ÍBV 3 – 1

Um er að ræða sex FH-sigra, tvö töp og ekke

Aðrar fréttir