Lee á lee-fi

Lee á lee-fi

Eftir margra daga eftirgrennslan þar sem m.a. var haft samband við FBI og Interpool, ásamt öðrum
sterkum samböndum sem fh.is hefur, náðum við rétt svo nokkrum mínútum með stórFHingnum
og S-Kóreu manninum Suk Hyung Lee sem spilaði með FH í kringum 1998. Lee er hinn hressasti
og sagði okkur stuttlega hvað hann hefur verið að gera sl. 10 ár eða svo…
 
Blessaður og sæll Lee
Salut zäme! (Sæl og blessuð öllsömul)
  
Hvernig hefurðu það og hvað ertu búinn að vera að gera síðan þú fórst frá Íslandi og FH?

Takk, ég hef það bara fínt.  Eins og er bý ég í Thun og hef verið hjá handboltaliðinu Wacker
Thun síðastliðin 8 ár. Nú er ég búin að búa hér í 10 ár og hef upplifað alla titla:
Deildarmeistarann, Bikarmeistarann og Evrópubikarmeistarann. Ég er enn hamingjusamlega
giftur sömu konunni og svo hef ég náttúrulega lagt mitt af mörkunum í að fjölga mannkyninu,
á eina litla Hönnu Mai sem er 4. ára.
  
Hefurðu fylgst með íslenskum handbolta síðan fluttir burt?
Þar sem ég er ekki mjög sleipur í íslensku hefur það verið erfitt en ég hef fylgst gróft með í
gegnum tengdaföður minn og Guðmund Pedersen.
  
Nú varstu hjá FH á sínum tíma og liðið spilaði vel þegar þú varst hér. Hvernig leið þér hjá félaginu
og er möguleiki á að þú komir og spilir með okkur aftur?

Þetta var frábær tími!  Ég var náttúrulega fordómafullur í upphafi, hafði heyrt sögur af
kuldalegum og eigingjörnum „Evrópubúum“.  En það sem ég upplifði á Íslandi var andstæðan
og því varð auðveldara fyrir mig að aðlagast svissneskum aðstæðum síðar.  Gumma og Ásgeir
hitti ég alltaf þegar ég er í fríi á Íslandi.  Það væri gaman að geta hitt alla en ég hef misst
sambandið við marga.  Næst þegar ég er á Íslandi smala ég saman „gamla liðinu“ og slæ upp
veislu.  Þvi miður er ólíklegt að ég komi og spili með FH aftur þar sem ég á við ökkla-og
mjaðmameiðsl að stríða.  Líklega er þetta síðasta árið mitt sem atvinnumaður í handbolta.


Nú var fyrsti leikur þinn hjá FH ekki af verra taginu. Hvernig upplifðirðu hann?

Fyrsti leikur minn sem atvinnumaður í handbolta með FH var gegn Haukum og við töpuðum
þeim leik.  Það voru þvílík vonbrigði.  Frá og með þeim degi var greypt inn í huga minn:  „Við
verðum að vinna Hauka“…eins konar heilaþvottur.

 
 
Hvernig fannst þér ólympíuleikarnir og frammistaða þinnar þjóðar og Íslands?

Ég fylgdist spenntur með, það gerist ekki á hverjum degi að Ísland spili gegn S-Kóreu.  Frá
Íslandi koma alltaf nýir og ungir leikmenn sem gætu náð mjög langt.  Í Kóreu hefur
megináherslan verið á árangur og gleymst hefur að miklu leyti að hlúa að yngri kyn

Aðrar fréttir