Leikdagur! FH – KA í Olísdeild karla kl. 19:30 | Bein netútsending í kvöld

Strákarnir okkar taka í kvöld á móti Ólafi Gústafssyni og félögum hans í KA. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni netútsendingu á Cleeng. Hlekkinn á leikinn er að finna hér að neðan.
Aðgangur að streyminu kostar 9 Evrur, eða rétt rúmlega 1400 krónur. Muggarar eiga ekki að greiða fyrir aðgang, og eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við FH Handbolta á Facebook til að nálgast sinn aðgang að streyminu. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst, en póstfangið er fhhandboltiyt@gmail.com
Við viljum hvetja alla til að prófa sinn aðgang tímanlega fyrir leik. Þeir sem hafa skráð sig ættu að detta beint inn á leikinn, og sjá niðurtalningu líkt og sést á myndinni hér að neðan. Sé þetta ekki raunin má gjarnan hafa samband við okkur í einkaskilaboðum á Facebook.
Stillum inn og styðjum strákana okkar heima í stofu!
Við erum FH!

Aðrar fréttir