Leikmannakynning: Jóhann Karl Reynisson

Leikmannakynning: Jóhann Karl Reynisson

FH.is kynnir til leiks línumanninn og varnarjaxlinn Jóhann Karl Reynisson sem gekk til lið við FH í sumar frá danska liðinu Nordsjælland Håndbold.

 

Grunnupplýsingar: 

Fullt nafn: Jóhann Karl Reynisson

Gælunafn: Jói Larsen

Aldur: 27 ára     

Giftur / sambúð? Nei     

Börn: 0

Starf: Viðskiptafræðingur

 

Boltinn: 

Staða á vellinum?  Línumaður

Treyjunúmer? 11

Önnur félög: FRAM, HK, Ajax København, Nordsjælland Håndbold

Landsleikir: 5 u21

Besti íslenski handboltamaðurinn fyrr og síðar?  Óli Stef

Efnilegasti leikmaður landsins?  Gísli / Óðinn

Grófasti leikmaður deildarinnar?  Ekki hugmynd

Erfiðasti andstæðingur?  Það var helvíti erfitt að skora fram hjá Kasper Hvidt.

Besti samherjinn?  Jóhann Gunnar, Róbert Aron, Einar Rafn, Óli Víðir og Danni Berg standa upp úr af mörgum góðum.

Besti íþróttafréttamaðurinn?  Gummi Ben

Hver er besti dómari deildarinnar?  Ekki hugmynd

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 2007

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu?  Teygjurnar hans Ása eru engin skemmtun.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn?  Með því að vinna hann.

Sætasti sigurinn?  Kemur í vetur.

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)?  Nei ekki svo ég viti, finnst samt mjög gott að bursta tennur fyrir leiki ef ég get.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?  No comment.

Í hvernig skóm spilar þú?  Adi

Aðrar fréttir