Leikur í kvöld – Þróttur vs FH

Leikur í kvöld – Þróttur vs FH

 VS

Undirbúningur

Já leikurinn í kvöld er þriðji leikur okkar FHinga í deildinni og við erum taplausir hingað til með stórsigrum í fyrstu leikjum. Gengið hefur því verið gott, menn eru vel á tánum í byrjun móts og ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram. Það er samt mjög mikilvægt að menn séu einbeittir áfram, og taka engu sem gefnu í leikjum þar sem við eigum að vera sterkara liðið á pappír.

Ástand

Smá eymsli hrjáir einn og einn leikmann enn. Addi Tedda er enn slæmur í baki og spilar ekki. Leo er óðum að jafna sig í hné en hvílir í dag. Guðni er slæmur í nára og verður eitthvað frá. Aðrir eru spilfærir og til í slaginn.

Hópurinn

Sami hópur verður og síðast:

Markmenn:

Hilmar

Danni

Aðrir leikmenn:

Guðmundur

Árni

Valur

Óli Gúst

Óli Guðmunds

Heiðar

Aron

Gaui

Ari

Teddi

Siggi

Steini

Spökuleringar um uppstillingu.

Erfitt reynist fyrir undirritaðan að spá í byrjunarlið, ýmislegt í boði og mikil samkeppni en hér kemur það…

Vinstra horn: Guðmundur Pedersen

Hægra horn: Ari Þorgeirsson

Vinstri skytta: Ólafur Gústafsson

Hægri skytta: Guðjón Helgason

Miðjumaður: Aron Pálmarsson

Lína: Theódór Pálmason

Skipting í vörn: Heiðar Arnarson

Sókn:

Gummi                                                 Ari

            Óli Gúst     Teddi         Gaui

                              Aron

Vörn:

                                Teddi     Heiðar

            Óli Gúst                                         Aron

Gummi                                                                     Ari

            &nbsp

Aðrar fréttir