Liðstyrkur

Liðstyrkur

Á dögunum skrifaði Bryndís Jóhannesdóttir undir félagsskipti yfir í FH.
Bryndís, sem er á þrítugasta aldursári, kemur frá ÍR þar sem hún hefur spilað síðastliðin 5 tímabil, þar áður lék hún með ÍBV.
Hún hefur spilað 183 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 123 mörk og verður því væntanlega bæði elst og leikjahæst þeirra leikmanna sem spila með FH í sumar.
Bryndís hefur leikið 4 leiki með U17 ára landsliði Íslands, 6 leiki með U19 ára landsliðinu og 2 leiki með U21 árs landsliðinu, í þessum landsleikjum hefur hún skorað 7 mörk.
Með Bryndísi kemur mikil reynsla inn í annars ungan leikmannahóp FH auk þess sem búasta má við að hún auki enn frekar sóknarþunga liðsins.
Bryndís lék með FH í æfingaleik við Breiðablik á laugardaginn og sýndi góð tilþrif, leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Mörk FH í leiknum gerði Guðrún Björg Eggertsdóttir.

Aðrar fréttir