Lífið í Krikanum, nýjung á FH.is

Lífið í Krikanum, nýjung á FH.is

Hvernig hefur gengið í sumar að sjá um svæðið?

Það hefur gengið frábærlega. Þetta eru ansi mörg verkefnin sem við erum að sjá um og yfir langt tímabil. Fyrstu leikir hér á svæðinu eru í byrjun maí og þeir síðustu í lok september. Einnig eru margir leikir hjá yngri flokkum félagsins og eru þeir tæplega 200 leikir yfir sumarið, þannig að álagið er ansi mikið.

Nú er þetta mjög stórt svæðið sem þú sérð um, hvað eru margir starfsmenn á vellinum yfir sumarið?

Í sumar vorum við 10 starfsmenn sem voru aðeins á vellinum, en svo komu líka krakkar úr knattspyrnuskólanum og hjálpuðu til.

Stendur til að fjárfesta í vökvunarbúnaði fyrir aðalvöllinn?

Eins og staðan er núna þá er ekki mikil þörf á því, ég tel skynsamlegra að leggja vökvunarkerfi í aðalvöllinn þegar og ef hann verður tekinn upp. Þá væri auðvitað eina vitið að leggja hita og vökvunarkerfi í hann. Þetta var rætt á sínum tíma þegar völlurinn var tekinn upp árið 2002, en ég veit ekki afhverju það var ekki keyrt í gegn.

Nú hefur þú unnið hér á vellinum í 11 ár, hvað hefur breyst á þeim tíma hvað varðar umhirðu valla og aðbúnað?

Það hefur auðvitað margt breyst til hins betra á síðustu árum. Bæði er orðin meiri þekking í þessum fræðum hjá okkur vallarstjórum og einnig er nú verið að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra í umhirðu á grasi. Ég hef sótt þessi námskeið sem SÍGÍ hefur staðið fyrir og hafa þau nýst mér mjög vel. Einnig eftir að FH fór í SÍGÍ þá hefum við fengið mikla hjálpa frá öðrum aðilum í samtökunum, þannig að þetta eru bara frábær samtök.

 

cce964a76ec39cdd

Við þökkum Simma fyrir gott spjall og látum fylgja með nokkrar myndir af vallarstarfsmönnum og áhaldahúsinu.

Aðrar fréttir