Línutröllið Teddi situr fyrir svörum

Línutröllið Teddi situr fyrir svörum

 

Blessaður Teddi, hvar verður þú eftir 10 ár?

Með eigið fyrirtæki, hluti af nýju gullaldarliði FH og með svaðalegar byssur eftir langar og strangar æfingar í gymminu.

Hvernig undirbýrðu þig andlega fyrir leiki?

Það er nú bara þetta venjulega held ég, hugsa hvað ég ætla að gera og hvað ég ætla ekki að gera. Svo er finnst mér rosalega gott að leggja mig í nokkra tíma fyrir leik

Hvaða markmið ertu búinn að setja þér?

Í boltanum, að leggja sig 100% fram og reyna hjálpa til við að koma liðinu á þann stað sem það á heima, toppinn. Í lífinu er það bara að klára Verzló, fara í háskóla og fá góða vinnu eftir það. Svo hefur mig alltaf dreymt um að verða einhverntímann maður upp á 150 kg í bekk. 🙂

Er eitthvað skemmtilegra en handbolti?

Fótbolti í upphitun… nei nei… Þegar vel gengur í boltanum og sjálfstraustið í botni er fátt skemmtilegra en getur snúist alfarið við þegar ekki gengur sem skildi.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?

Pálmi Hlö átti þann titil skuldlaust á æfingum í fyrra enda nær því að vera skógarbjörn en maður held ég. Kokteillinn getur líka verið erfiður viðureignar á æfingum þegar hann setur í lás. Í leikjum getur verið djöfullegt fyrir mann af minni stærð að lenda á móti Siffa í Fram (horfinn kvikindið áður en maður veit af) annars er maður sjálfur sinn erfiðasti mótherji ef hausinn er ekki rétt stilltur.

Hver er skemmtilegasti samherjinn?

Það koma margir fuglar til greina þar maður. Hilmar og Gulli koma sterklega til greina þar enda tveir mestu fuglar sem fyrirfinnast. Menn eins Gaui Jr (Árni Stefán) eru alltaf með húmorinn í lagi. Svo er alltaf gaman að heyra gullkornin sem detta í leikjum frá mönnum eins og Bjarna Aroni og Manna. Hver kannast ekki við Austfjarðaþokuna? Hmmm…

Hvað eru verstu meiðslin sem þú hefur lent í?

Sem betur fer hef ég verið mjög heppinn með þau í gegnum tíðina (7,9,13) Þau verstu voru samt frekar aulaleg en ég missti glerbrot ofan á ristina á mér og slagæð fór í sundur. 2 sjúkrabílar og löggubíll sendir á svæðið og allt vitlaust. Gerðist samt um sumar svo það hafði engin áhrif á boltann en ég var ógöngufær í 2 mánuði á eftir.

Er einhver regla í handboltanum sem þú myndir vilja breyta?

Nei nei þetta er fínt eins og er, mætti samt vera meira samræmi milli dómara. Finnst samt að öll lið mættu að senda fulltrúa á námskeið hjá Manna Kolbeins, þar sem hann kennir öll trixin í bókinni m.a. hvernig eigi að lúkka töff á velli og hver sé galdurinn á bakvið hárgreiðsluna og hið stabíla tan sem drengurinn skartar nær allan ársins hring.

Áttu þér einhver önnur áhugamál?

Jájá heilan helling. Langflestar íþróttir, tónlist, kvikmyndir, skemmta sér með félögunum og margt fleira.

Ertu með eitthvað mottó sem þú fylgir í lífinu?

Hef aldrei lagt fyrir mig sérstakt mottó En ætli það sé ekki bara að leggja sig allan í þau verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Svo lærði ég frasa í grunnskóla á sínum tíma frá einum kennaranum en hann er GÆS (Get, Ætla, Skal) og maður reynir að muna þetta ef maður er að glíma við einhver krefjandi verkefni.

Takk fyrir spjallið Teddi.

Aðrar fréttir