Logi flottur í karakter sigri

Logi flottur í karakter sigri

FH – ingar héldu sigurgöngu sinni í N1 deild karla áfram í gærkvöldi þegar Valsmenn komu í heimsókn. Sjöundi sigurleikurinn í röð staðreynd. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en að lokum voru það heimamenn sem unnu gríðarlega mikilvægan leik.

Það var ljóst fyrir leikinn í gærkvöldi að sigur myndi fara langt með að tryggja sæti í úrslitakeppninni í vor vegna úrslita í öðrum leikjum. Það var líka ljóst fyrir leikinn að Valsmenn sátu á botni deildarinnar og ætluðu sér ekki að vera þar frameftir kvöldi.FH - Valur 17. feb 2103

Eins og fyrr segir var leikurinn jafn og spennandi en FH – ingar samt sem áður nánast alltaf með frumkvæðið. Liðið komst meðal annars í 8 – 4 og virtist hafa tekið öll völd á vellinum. Varnarleikur FH – ingar var virkilega öflugur í 3 – 2 – 1 vörninni og er gaman að sjá að liðið virðist hafa þróað þessa vörn til jafns við 6 – 0 vörnina sem hefur verið mjög góð í allan vetur. Valsmenn voru ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn niður i 1 mark fyrir hálfleik 9 – 8. Daníel var frábær í markinu í fyrrihálfleik og var með 50 % markvörslu. Alls fóru 5 hraðaupphlaup í súginn í fyrrihálfleiknum.

Valsmenn nýtu sér vel manna mun í byrjun seinni hálfleiks og komust yfir 10 – 11 en FH – ingar svöruðu með góðu kafla og náðu mest 3 marka forustu og hefði með betri nýtingu í hraðaupphlaupum náð en meira forskoti. Lok leiksins voru svo spennuþrungnar en FH – ingar héldu út eftir áhlaup Valsmanna og unnu að lokum nokkuð sanngjarnan sigur. Það er þó umhugsunarefni öll hraðaupphlaupinn sem fóru í vaskinn í leiknum, FH – liðið hefði getað fengið það í bakið.

Logi Geirsson átti frábæran leik fyrir FH. Drengurinn sýndi gamalkunna takta í Kaplakrika í gær. Logi virðist hægt og rólega var að ná fyrri styrk og gæti reynst FH – ingum mikilvægur á lokakaflanum. Einar Rafn Eiðsson átti líka flottan leik auk Daníels í markinu. Andri Berg fyrirliði FH – liðsins stýrði vörninni eins og honum er einum lagið auk þess að berja liðið áfram. En annars voru allir leikmenn að skila sínu varnarlega.

Hrósa verður FH – liðinu fyrir sigurinn í kvöld. Liðið sýndi mikla þrautseigju með því að klára leikinn. FH liðið virkar í flottu standi. Það er mikill liðsheildar bragur á liðinu og samstaðan mikill. Staðan í deildinni er orðin nokkuð góð en það er ljóst að leikurinn við ÍR á fimmtudaginn kemur kemur til með að vera mjög mikilvæ

Aðrar fréttir