Logi Geirsson: FH myndi vinna landsliðið! (Viðtal)

Logi Geirsson: FH myndi vinna landsliðið! (Viðtal)

Nú þegar tímabilið er hafið slógum við á þráðinn til Loga Geirssonar, stórskyttu og lykilmanns í FH-liðinu, og heyrðum í honum hljóðið í kjölfar öflugrar byrjunar á mótinu. Skv. honum eru FH-ingar bara rétt að byrja!

Jæja Logi, taplausir eftir fyrstu 3 umferðirnar og komnir áfram eftir stórsigur í bikar, þið virkið óstöðvandi?
„Ég verð nú að segja að það verður erfitt að slá okkur útaf laginu á ár, við höfum haldið góðum standard í 60 mín í hverjum leik. Við erum með ungan, samt reyndan og mjög svo samrýmdan hóp sem er okkar helsti styrkur. Við erum vinir innan vallar sem utan og allir þekkja sín hlutverk vel. Því er heldur ekki að leyna að við erum með best mannaða liðið á Íslandi í dag að mínu mati.“

Umfjöllun í blöðunum er ykkur ansi hagstæð og einhverjir byrjaðir að kalla ykkur „FH-vélina“ – er það nafn ykkur sæmandi?
„Ég er ekki frá því að það fari okkur bara mjög vel. Vörnin og markvarslan eru hrikalega sterk heild og við þurfum ekkert að kljúfa atómið í sókninni til að skora mörk. Það gefur því auga leið að þetta er heilsteypt og vel smurð vél.“

Nú þegar viðtalið er tekið þá erum við í fyrsta sæti í N1 deild karla, 1 deildinni og 2 flokki ka. Þetta er eitthvað sem við ættum að geta vanist?
„Já, það eru frábærir strákar að koma upp í gegnum unglingastafið hjá FH, Bjarki, Bogi, Ísak, Dóri og fleiri. Það er bara undir þeim komið hvenær þeir ætla sér í landslið. Við höfum verið það heppnir að spila á móti þeim nokkra leiki og geta skipt í 2 lið á æfingum og þeir eru sterkari en mörg mfl liðin.“

Myndirðu þora að spá fyrir hvaða FH ingar detti næstir í A-landsliðið?
„Ef ég ætti að leggja pening undir þá væru það Pálmar Péturs (kæmi mér ekki á óvart að hann yrði valinn núna í okt) sem á það fyllilega skilið og Ási hefur mér fundist taka tröllaskref núna undanfarið og með mikið „sjálfstraust“ eins og reyndar liðið allt. Svo gæti að sjálfsögðu Sigurgeir dottið í vörnina þar, hann myndi bara þétta hana. Svo eru bara flestir aðrir bara að banka á dyrnar finnst mér…ég myndi allavega treysta mér að mæta með FH á móti landsliðinu milli jóla og nýárs og vinna.“

Þjálfarateymið, gætirðu lýst þeim?
„Frábærir saman, Einar Andri þekkir alla leikmenn út og inn og Kristján er auðvitað einn mesti winner sem ég veit um og legend. Hann hefur gríðarlega reynslu og þekkingu á þessari íþrótt og ef maður bætir sig ekki hjá þeim þá getur maður bara hætt þessu. Þeir eru að leggja ómælda undirbúningsvinnu á sig sem skilar sér svo til okkar.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá vantar nokkra mjög sterka leikmenn ennþá í hópinn. Hvaða áhrif mun endurkoma þeirra hafa?
Heilbrigð og flott samkeppni gera góð lið betri, en það er eins gott að maður haldi sér á tánum, ætli maður að komast í hópinn.“

Næsti leikur á laugardaginn á móti HK í Digranesi, sjónvarpsleikur, hvernig leggst hann í liðið?
„Mjög vel, við bíðum óþreyjufullir eftir hvern leik að komast í þann næsta og sýna öllum hvað við getum. Keppnisandinn er mjög mikill og hver sigur styrkir liðið og hungrið í að spila saman er meira en maður hefur vanist áður. Spyrjum að leikslokum.“

Eitthvað að lokum ?
„Strákar, Who are WE?“

Aðrar fréttir