Logi Geirsson í viðtali við FH.is

Logi Geirsson í viðtali við FH.is

Góðan daginn Logi, hvernig er að vera kóngurinn í Lemgo eftir frammistöðunna í gær?

Það er alltaf gaman að vera kóngurinn, en í alvörunni talað er ekki slæmt að hafa náð að sýna svona sterkan leik þegar svona mikið liggur undir. Undanúrslit í evrópukeppni er auðvita það sem hver leikmaður vill sanna hvað hann getur og enda svo á að verða Evrópumeistari. En jú það er hátíð í bæ hér í Lemgo og frábært að vera komnir í úrslitin.


Það hefur væntanlega verið fagnað fram í nótt í Lemgo í gær?

Já það var mikið um húllum hæ hjá fólkinu í bænum en ég eins og sönnum íþróttamanni sæmir fór ég heim fyrstur því það er stutt í næsta leik. “Þegar afrek gærdagsins er ennþá stórt hefur maður ekki gert mikið í dag”


Hvernig fannst þér leikurinn annars í gær? Þetta gekk nú ekki vel hjá ykkur til að byrja með.

Þetta var auðvita svakalegur leikur og var búið að blása þetta upp í fjölmiðlum að þetta væri leikur ársins og jarí-jarí. Fyrir vikið varð hann spennumikill og jafn, klárlega einn af bestu leikjum ársins hérna í Þýskalandi. Mér fannst við alltaf vera með þetta, þó svo að byrjunin hafi ekki lofað góðu, ég hafði það allavega á tilfinningunni þrátt fyrir mikla blóðtöku í meiðslum og rauðum spjöldum.


Sagði þjálfarinn þér að skjóta á markið í hvert skiptið sem þú snertir boltann eða ákvaðst bara sjálfur að klára leikinn fyrir þitt lið?

Það má segja að það sé svona beggja blands, hann sagði í hálfleik inní klefa að ég fengi það hlutverk að draga liðið áfram og ég hefði frjálsar hendur til að klára leikinn. Þið ættuð að þekkja það vel úr krikanum að mér þykir ekkert sérlega leiðinlegt að skjóta:). Mér fannst ég skulda Lemgo þetta fyrir að hafa verið meiddur í hálft ár og liðið ekkert verið að standa sig neitt sérstaklega vel á þeim tíma.


Þú hefur ekki ákveðið að taka þátt í hópslagsmálunum í fyrrihálfleik, maður hefur heyrt talað um þú hafir verið með boxþjálfun í gamla daga í bilskúrnum á Sævangnum?

Það er reyndar rétt og sjálfur hef ég æft box, en stundum verður maður að láta skynsemina ráða. Ég er alveg klár á því að ef Binni bróðir hefði komist nálægt þessu hefðu einhverjir fleiri fengið að sjá rautt og það hefði tekið lengri tíma að leysa þetta. En það var einmitt Binni sem var stofnandi Boxfélagsins þar sem ég var mest notaður sem æfingadúkka en varð seinna þjálfari, mér til mikils léttis.


Þið mætið Göppingen í úrslitum, er það ekki bara formsatriði að klára það?

Formsatriði nei, en við erum svakalega sterkir núna í augnablikinu og eigum að teljast líklegri en eins og allir vita þá ráðast svona úrslitaleikir oft á hugarfari og dagsformi svo við spyrjum bara að leikslokum. En það verður gaman að taka á móti gamla liðinu hans Pabba en það er alltaf verið að minnast á hann hérna við mig í Þýskalandi. Oft heyri ég að ég sé ekki helmingurinn af því sem hann var, þess vegna spyr ég mig oft HVERSU góður var hann eiginlega!!!


En að öðrum málum, hvernig lýst þér á stöðunna hjá meistaraflokknum hjá FH? Verðum við ekki í 8 efstu?

Jú ætla að vona það ég fylgist grannt með strákunum og óska þeim alls hins besta í leikjunum mikilvægu sem eru framundan. Það hefur verið mikill stígandi að undanförnu hjá þeim og það er bara að vinna þetta í hausnum fyrst og fara svo inná völlinn og setja punktinn yfir I-ið. Það er mikilvægt fyrir alla að ná því að vera í efstu deild á næsta ári. “Strákar hver leikur er 60 mínútur, gefið allt sem þið eigið í þann tíma og þá sjáið þið hvað þið uppskerið. Leiðtogar hugsa og ræða um lausnirnar, fylgjendur hugsa og tala um vandamálin”


Nú hefur gengi yngri flokka í vetur verið einkar gott í vetur. 5 flokkur karla, 4 flokkur A og B lið eru orðinn dei

Aðrar fréttir