Logi lofar flugeldasýningu

Logi lofar flugeldasýningu

Þá er komið að EM 2008 hvernig leggst það í þig?

Mjög vel þar sem mér finnst ég vera orðinn vel undir það búinn og maður finnur sveifluna sem fylgir í kjölfarið þegar stórmótin nálgast.

Nú eru leikir á móti Tékkum sem er síðasta prófraunin fyrir mótið hvernig sérðu þá leiki spilast?

Tékkar eru með gott lið og spila fanta góðan bolta, ég reikna með að þetta verði hörkuleikir og fólk muni hafa gaman af þessu og nota þá sem ágætis upphitun fyrir EM. Við vitum jú öll hvernig þjóðarsálin er þegar kemur að stórmótum í boltanum og ég er staðráðinn í að kæta fólk á meðan mótinu stendur.

Nú ert þú að sjálfsögðu mikill FH-ingur og hefur ávallt gert allt þitt til að leggja félaginu lið hvað er næst á dagsskrá á þeim bænum?

Ég tók eftir því að FH hafði hvorki brennu né flugeldasýninu þannig að ég ætla að taka að mér flugeldasýninguna í Noregi og helga það FH.

Þetta eru engin smá lið sem eru að mætast í riðlinum, hvað finnst þér um þessi lið?

Ég er nú búinn að fá þessa spurningu oftar en einu sinni, ég hugsa þetta bara þannig að ef ég væri einstaklingur án ríkisfangs og mætti velja mér eitt lið til að spila með og vinna titilinn þá myndi ég velja ÍSLAND.

Eitthvað að lokum?

Já spyrjum að leiks-lokum 😉

Aðrar fréttir