Logi sendi Lemgo í úrslitaleik

Logi sendi Lemgo í úrslitaleik

Það var fjölmenni í Kaplarkrika í dag, nánar tiltekið í Sjónarhól. Fólkið var saman komið til þess að fylgjast með undanúrslitaleik Lemgo og Gummersbach en með liðinum leika fjórir Íslendingar og meðal annars FH-ingurinn Logi Geirsson.
Leikurinn var sýndur í þýska sjónvarpinu en íslenskar sjónvarpsstöðvar sáu ekki ástæðu til þess að sýna leikinn þrátt fyrir að fjórir Íslendingar væru að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni. En nóg um það.

Leikurinn olli ekki vonbrigðum, gríðarleg barátta og slagsmál frá upphafi. Á tuttugustu mínótu varð allt vitlaust og hópslagsmál brutust út á vellinum milli leikmanna. Yoon stórskytta Gummersbach og Jicha skytta Lemgo fengu báðir rautt.

Þá brá þjálfari Lemgo á það ráð að setja Loga nokkurn Geirsson inná. Hann átti ekki eftir að sjá eftir því. Logi skoraði 10 mörk í leiknum, fiskaði 2 brotvísanir og 2 víti. Á lokamínótunum var bara einn maður í liði Lemgo sem þorði að taka á skarið og vann Logi nánast leikinn fyrir Lemgo. Þjálfari Lemgo var á sama máli eftir leikinn og sagði Loga hafa verið yfirburðamann á vellinum.

Eftir að lokaflautið gall stigu leikmenn Lemgo trilltann stríðsdans sem endaði með því að Logi reif sig úr treyjunni og dansaði ber á ofan öllum í höllinni til mikillar skemmtunar en móður Loga henni Ingibjörgu til mikillar furði en hún sat eimitt fyrir aftan mig. Hún átti ekki orð. Þetta virtist samt ekki koma Geira Hall á óvart.

Frábær helgi fyrir okkur FH-inga. Á fimmtudaginn var staðfest í keppninni ungfrú Reykjavík að FH er fallegasta félag landsins og á dag erum við komnir í úrslit í Evrópukeppni.

Þess má einnig geta að Guðjón Valur og Róbert áttu frábæran leik fyrir Gummersbach og voru yfirburða menn í þeirra liði.

Aðrar fréttir