Lokahóf knattspyrnudeildar FH

Lokahóf knattspyrnudeildar FH fór fram í Sjónarhól veislusal okkar FH-inga síðasta laugardagskvöld. Sigurreifir FH-ingar fylltu salinn og var stemningin frábær. Sumarið 2016 reyndist afar gjöfult, meistaraflokkur karla í knattspyrnu varð Íslandsmeistari og meistaraflokkur kvenna náði góðum árangri í Pepsi-deild kvenna en liðið endaði í 6.sæti og því rík ástæða til að gleðjast í lok tímabilsins. Eftir að lokahófi lauk fór fram meistaraball í Sjónarhól þar sem þeir Helgi Björnsson og Aron Can trylltu lýðinn frameftir nóttu.

Eins og siður er voru ýmis verðlaun á hófinu en verðlaunahafa má sjá hér að neðan:

FH-ingur ársins er Jóhannes Long en Jói hefur verið atorkumikill í starfi fyrir félagið mörg undanfarin ár og vel að þessu kominn. Við óskum Jóa innilega til hamingju.

lokahof-joi-long

Jóhannes Long, FH-ingur ársins

 Meistaraflokkur karla:

F.v.Davíð þór Viðarsson, valinn bestur, Kristján Flóki Finnbogason, valin efnilegastur og Atli Viðar björnsson var markahæstur

F.v.Davíð þór Viðarsson, valinn bestur, Kristján Flóki Finnbogason, valin efnilegastur og Atli Viðar björnsson var markahæstur

Meistaraflokkur kvenna:

lokahof-stelpur

F.v. Best var valin Jeannette J. Williams. Efnilegust, Guðný Árnadóttir og markahæst var Alex Nicole Alugas

Aðrar fréttir