Lokaspretturinn

Lokaspretturinn

Þá er komið að því, síðustu þrjár umferðirnar í deildinni eru framundan. Íslandsmeistaratitillinn er í augnsýn og það þriðja árið í röð. Við megum hins vegar ekki gleyma því að titillinn er ekki enn öruggur í hús og þurfum við að klára mótið til að getað fagnað.

Það hefur varla farið fram hjá neinum sem að fylgist með fótbolta á Íslandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum FH að mótið í ár hefur að mörgu leyti spilast ákaflega vel fyrir FH. Í upphafi mótsins sigraði liðið hvern leikinn á fætur öðrum og stakk önnur lið af snemma móts. Sumir hafa haft það á orði að FH hafi þegar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn þegar að mótið var hálfnað og hefur maður orðið þess var í samræðum við stuðningsmenn annara liða. Það er spurning hvort að þetta hafi skapað ákveðna lágdeyðu í okkar herbúðum. Þrátt fyrir nokkuð örugga forustu FH í deildinni hefur liðið ekki verið að spila sinn allra besta leik til þessa og nokkrir leikir sigrast á einu marki eða á hálfum hraða. Mikið hefur verið rætt um meistaraheppni hjá FH, nokkuð sem á vissulega við rök að styðjast.

Meistaraheppni getur farið mikið fyrir brjóstið á þeim liðum sem að verða fyrir henni. Eftir fyrri leik FH og Keflavíkur var mikið rætt um þá heppni að Daði skyldi verja tvær vítaspyrnur og þar með tryggja FH sigurinn í leiknum. Sama var uppi á teningnum eftir heimaleikinn gegn ÍA sem og í fleiri leikjum. Virðist eins og þetta hafi einnig skapað pirring og neikvæðni í garð FH sem að hefur smitast í okkar herbúðir. Þessi neikvæðni hefur skapað mínu mati slakari stemningu á pöllunum en hefur verið hjá okkur síðast liðin ár og virðast menn nú keppast við það senda dómaranum eða aðstoðarmönnum hans vel valinn orð í stað þess að einbeita sér að sínum mönnum. Það er nú bara þannig að blessaður dómarinn er hluti af leiknum, sama hversu góður eða slæmur hann er. Þeim manni sem ég vorkenni hvað mest er aðstoðardómarinn sem hleypur á línunni við Norðurstúkuna, sá fær yfirleitt að heyra það allhressilega á meðan á leikjunum stendur. Hvernig á hann að geta einbeitt sér að leiknum þegar að honum er úthúðað í hvert sinn sem tækifæri gefst?

Við stuðningsmennirnir eru líka hluti af leiknum, rétt eins og dómarinn, leikmennirnir og þjálfararnir. Við höfum þann mikla hæfileika að getað virkað sem 12 maðurinn þegar að við stöndum okkur vel. En þegar að stuðningsmenn eru fúlir og neikvæðir geta áhrifin orðið þveröfug. Það er álíka ömurlegt að spila fyrir framan stuðningsmenn tæta allt í sig með neikvæðni og skömmum eins og það er frábært að spila fyrir lifandi stuðningsmenn. Hingað til höfum við verið stórkostlegur stuðningsmannahópur en okkur hefur hrakað mikið í sumar. Gleðin er ekki lengur til staðar heldur er kominn vottur af hroka í hópinn. Mér fannst það frábært og til eftirbreytni þegar að ákveðið var að safna áheitum fyrir langveik börn með því að ganga til Kópavogs á leik Breiðabliks og FH. En mér fannst það fáranlegt að ganga á miðjum Hafnarfjarðarveginum og trufla umferð á þessar umferðarþungu hraðbraut svo ég tali nú ekki um hættuna sem að því hefði getað skapast. Spjallborðið okkar er að sumra mati heilagur vettvangur fyrir Mafíu meðlimi og ef þangað hætta sér inn stuðningsmenn annara liða er þeim stundum mætt með leiðindum og hroka en ekki af málefnanlegum hug. Um daginn átti sér stað umræða um ritskoðun á spjallinu vegna þess að þar var þráður fjarlægður. Við áskiljum okkur þann rétt að taka út þræði ef þar koma fram upplýsingar sem við erum á móti að birtist á okkar síðu. Áfengisauglýsingar eru okkur ekki að skapi, þó svo að þær séu dulbúnar og settar fram sem tengill á aðra síðu.

Við erum FH og við gefumst aldrei upp! Ég man eftir því þegar að þetta lag var sungið á leik FH og Aachen hér um árið. Við vorum að skíttapa leiknum en héldum okkar striki í stúkunni. Þá var ég stoltur af því að vera Mafíumeðlimur, þó svo að liðið mitt væri kjöldregið á vellinum. Við getum nefnilega verið langsamlega bestu stuðningsmenn á Íslandi. Það er að

Aðrar fréttir