LUV – hátíð í Kaplakrika

LUV – hátíð í Kaplakrika

LUV – hátíð í Kaplakrika fótbolta og handbolta veisla.

LUV-hátíðin er haldin í minningu Hermanns Fannars Valgarðssonar, mikils FH-ings sem lést langt um aldur fram árið 2011.

Toppslagur FH og Breiðabliks í pepsideild karla og fyrsti heimaleikur í Olísdeildinni FH – Valur.

 luv

Fótbolti

Mótherji: Breiðablik
Hvar: Kaplakrikavöllur 
Hvenær: Sunnudaginn 11.sept
Klukkan: 17:00

Handbolti

Mótherji: Valur
Hvar: Kaplakriki
Hvenær: Sunnudaginn 11.sept
Klukkan: 19:15

 

20150913-DSC_5847

Hinn árlega LUV-hátíð fer fram á Kaplakrika á sunnudaginn. Hún er stærri en áður þar sem í þetta sinn verða tveir LUV-leikir. Fyrst er það toppslagur í Pepsideildinni, FH-Breiðablik kl 17:00 og strax að honum loknum verður það stórleikur FH og Vals í fyrstu umferð Olísdeildarinnar í handbolta. 

Báðir leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir FH. Í fótboltanum situr FH-liðið á toppi Pepsi-deildar karla með 37 stig, sjö stigum meira en Breiðablik sem situr í öðru sæti. Í handboltanum hefur FH-liðið spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og er klárir í erfiðan fyrsta leik, gegn bikarmeisturum Vals.

Hluti aðgangseyris fótboltaleiksins rennur í LUV-sjóðinn sem hefur stutt mörg góð málefni á síðustu árum meðal annars við bakið á ungum FH-ingum. Frítt er inn á handboltaleikinn en á móti kemur geta einstaklingar og fyrirtæki geta heitt krónum á hvern áhorfanda sem mætir í húsið. Eins og í fótboltanum fer hluti áheitainnkomunnar í LUV-sjóðinn.

 

Mætum og styðum okkar menn! Áfram FH!

Aðrar fréttir