LUV-leikur í Krikanum á föstudag – Allir á völlinn

LUV-leikur í Krikanum á föstudag – Allir á völlinn

Knattspyrnudeild FH og LUV-sjóðurinn og hefur ákveðið að hafa einn LUV leik á hverju tímabili. Leikur FH og Vals hefur verið valinn LUV-leikurinn þetta árið, en LUV-sjóðurinn er minningarsjóður um Hermann Valgarðsson, mikinn FH-ing, sem lést langt um aldur fram. 

Valsmenn koma í heimsókn í Kaplakrikann á föstudag í stórleik tíunda umferðar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Mekka knattspyrnunnar, Kaplakrika og verður mikið húllumhæ í kringum leikinn. 

Eins og flestir vita tróna okkar menn á toppnum í Pepsi-deildinni með 21 stig. Valsmenn sitja í sjötta sæti deildarinnar með fimmtán stig, en þeir hafa unnið fjóra leiki, tapað tveimur og gert þrjú jafntefli. Enginn afgerandi markaskorun hefur verið í liði Vals, en markahæstu menn þeirra eru með tvö mörk. Þeir eru alls fjórir talsins. 

Opnað verður fyrir grillið um 17:30 og hægt verður að fá sér hamborgara og eitthvað kalt að drekka með. Söng og skemmtiatriði verða fyrir leikinn og hver einasti fjölskyldumeðlimur getur fundið eitthvað fyrir sitt hæfi. 

Hluti aðgangseyris af leiknum rennur í LUV-sjóðinn og samstarfið verður kynnt ítarlegra á næstu dögum. 

Í hálfleik verður svo dreginn út iPhone í boði Macland, en Logi Þór, sonur Hermanns heitir Valgarðarssonar, verður úti á vellinum í hálfleik og dregur hann út hver verður svo heppinn að eignast símann. Allir sem borga sig inná völlinn fá miða og er bakhjörlum úthlutað miða. 

Mikilvægi leiksins á föstudaginn er gífurlegt og nú þurfa FH-ingar að flykkjast á völlinn og styðja okkar menn. Einnig minnum við á að skráning í Bakhjarla er í fullum gangi og hægt er að skrá sig á leiknum. Fjölmennum á völlinn og ekki bara mæta, heldur styðja okkar menn að krafti og láta í sér heyra!

Aðrar fréttir