Mætum á völlinn í lokaumferð í Pepsi-deildar kvenna

Mætum á völlinn í lokaumferð í Pepsi-deildar kvenna


Í dag fer fram leikur FH og Hauka í Krikanum kl. 14:00. Með sigri eiga stelpurnar möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en það er þó háð úrslitum í öðrum leikjum. Fari svo að Grindavík og Afturelding misstígi sig gegn Fylkir og Þór Ak. er sætið tryggt. Það er því mikið undir hjá stelpunum sem hafa verið að sína góðan leik í síðustu umferðum og fengið 11 stig í síðustu 6 umferðum.

Það er skorað á alla FH-inga að mæta og hvetja liðið.

Aðrar fréttir