Magnús Óli hjá FH til 2016

Magnús Óli hjá FH til 2016

Magnús Óli Magnússon einn besti leikmaður Olísdeildarinnar hefur framlengt samning sinn við FH. Magnús Óli sem var samningsbundinn Fimleikafélaginu út næsta keppnistímabil framlengdi um eitt ár til viðbótar og verður því í herbúðum félagsins til ársins 2016. Magnús Óli spilaði feykilega vel síðasta tímabil bæði varnar og sóknarlega og var verðlaunaður með landsliðssæti undir lok tímabils.

Magnús Óli var valinn besti leikmaður FH á lokahófi félagsins í lok tímabils en þess má  geta að hann var valinn efnilegastur árið áður.

 

“ Maggi er búinn að þroskast mikið sem leikmaður síðastliðin ár, frábær karakter og með stórt FH hjarta. Hann er samviskusamur, duglegur og ætlar sér langt.  FH mun hjálpa honum að ná sínum markmiðum  “  

segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH.

Aðrar fréttir