Margrét og Guðjón Golfarar FH 2019

Hið árlega Golfmót FH var haldið s.l. föstudag, 13. september á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði sem líklega hefur aldrei verið í jafn góðu ástandi og þetta sumarið. Við FH-ingar færum Ólafi Þór framkvæmdastjóra og hans fólki okkar bestu þakkir fyrir afnotin af vellinum og aðstoð við uppsetningu mótsins. Ekki síður fær Brynja í matsölunni og hennar fólk okkar bestu þakkir fyrir afburða þjónustu og veitingar.

Alls voru 114 kylfingar sem luku leik og hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri og hefur mótið þó verið haldið í rúm 30 ár.

Mótið gekk eins og í sögu í góðum aðstæðum og var vel fjölmennt í verðlaunaafhendingu að móti loknu. Eins og áður voru verðlaun fjölmörg og glæsileg. Öllum okkar styrktaraðilum þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og þeirra stóra þátt í að gera mótið eins glæsilegt og raun ber vitni. Það er alveg ljóst að án þeirra yrði mótið ekki hið sama. Það kemur alltaf á óvart hversu ótrúlegan stuðning við eigum vísan og hvað við FH-ingar njótum mikils velvilja þegar leitað er til fyrirtækja í aðdraganda mótsins. Okkar allra bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.

Að vanda voru veitt verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna. Auk þess var fjöldi nándarverðlauna og að lokum var dregin úr skorkortum fjöldi annara vinninga.

Hefð er komin á skemmtilegan leik að loknum hefðbundnum hring, sem kallast „19. holan“ þar sem keppendur fóru að loknum 18. holu hring á æfingaflötina við golfskálann og reyndu að vippa í afmarkaðan hring á gríninu og fóru þannig í pott sem dregið var úr í verðlaunaafhendingu. Sigurvegararar í höggleik karla og kvenna hljóta sæmdarheitið Golfari FH. Þetta árið urðu hlutskörpust þau Margrét Theódórsdóttir á 79 höggum og Guðjón Árnason á 75 höggum.

Margrét og Guðjón Golfarar FH 2019.

Allir sigurvegarar fengu vegleg verðlaun í boði styrktaraðila mótsins auk þess sem Golfarar FH fengu veglegan farandbikar.

Önnur verðlaun skiptust þannig:

Punktar – konur
1. Guðrún Ágústa Eggertsdóttir 37 pkt.
2. Margrét Berg Theódórsdóttir 37 pkt.
3. Hildur Harðardóttir 35 pkt.

Punktar – karlar
1. Sigþór Gellir Michaelsson 40 pkt.
2. Tómas Leifsson 38 pkt.
3. Guðjón Árnason 37 pkt.

Nándarverðlaun
4. braut Gunnar Þór Halldórsson, 1,98 m.
6. braut Kristján R. Hansson, 1,20 m.
10. braut Kristjana Aradóttir, 1,36 m.
15. braut Kristjana Aradóttir, 3,59 m.

Lengsta teighögg
18. braut Ragna Björk Ólafsdóttir
Árni Freyr Guðnason
19. holan Bergsveinn Bergsveinsson

Aðrar fréttir