Margrét og Gunnar Þór Golfarar FH 2020

Margrét og Gunnar Þór Golfarar FH 2020

Hið árlega Golfmót FH var haldið s.l. föstudag, 11 september á Hvalerarvellinum í Hafnarfirði. Sem fyrr skartaði völlurinn sínu fegursta og veðurguðirnir gengu í lið með okkur og gerðu hlé á vætu og vindi að mestu meðan mótið fór fram. Enda varð skor með því allra besta sem gerist þegar upp var staðið.

Við FH-ingar færum Ólafi Þór framkvæmdastjóra Keilis og hans öfluga fólki okkar bestu þakkir fyrir afnotin af vellinum og mikla aðstoð við uppsetningu mótsins. Ekki síður fær Brynja í matsölunni og hennar fólk okkar bestu þakkir fyrir mat og drykk í hæsta gæðaflokki. Það er gaman að segja frá því að þetta árið var metþátttaka í mótinu, en alls luku 139 kylfingar leik, sem er 25 fleiri en áður hefur verið mest.

Við FH-ingar búum vel að eiga frábæra stuðningsaðila sem hjálpa okkur að gera mótið glæsilegt ár eftir ár með því að gefa vegleg verðlaun. Þeim aðilum öllum þökkum við kærlega fyrir ómetanlegan stuðning.

Að vanda voru veitt verðlaun fyrir besta skor karla og kvenna og 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna. Auk þess var fjöldi auka verðlauna og að lokum var dregið úr skorkortum. Hefð er komin á skemmtilegan leik að loknum hefðbundnum hring, sem kallast „19. holan“ þar sem keppendur fóru að loknum 18. holu hring á æfingaflötina við golfskálann og reyndu að vippa í afmarkaðan hring á gríninu og fóru þannig í pott sem dregið var úr í verðlaunaafhendingu.

Sigurvegararar í höggleik karla og kvenna og þar með Golfari FH þetta árið eru þau Gunnar Þór Halldórsson á 73 höggum og Margrét Theodórsdóttir á 80 höggum. Mikil spenna var í karlaflokki en alls voru 4 kylfingar á 73 höggum en Gunnar var með lægsta skor á seinni níu holunum og hlaut því fyrsta sætið.

Allir sigurvegarar fengu vegleg verðlaun í boði styrktaraðila mótsins auk þess sem Golfarar FH fengu veglegan farandbikar.

Í sóttvarnarskyni var ákeðið að hafa ekki sérstaka verðlaunaafhendingu en verðlaunahafar eru beðnir um að sækja vinninga sína á skrifstofu FH í Kaplakrika á skrifstofutíma.

Önnur verðlaun skiptust þannig:

Punktar – konur
1. Erna Snævar Ómarsdóttir 39 pkt.
2. Kristín Sigríður Geirsdóttir 28 pkt.
3. Elín Soffía Harðardóttir 37 pkt.

Punktar – karlar
1. Bergþór Snær Gunnarsson 42 pkt.
2. Örn Ólafsson 41 pkt.
3. Þorsteinn Már Þorsteinsson 40 pkt.

Nándarverðlaun
4. braut Helgi Runólfsson, 1,19 m.
6. braut Ólafur Þór Ágústsson, 0,52 m.
10. braut Atli Már Grétarsson, 2,22 m.
15. braut Hálfdán Kristjánsson, 2,39 m.

Lengsta teighögg á 18. braut
Karlar Vigfús Adolfsson
Konur Margrét Theodórsdóttir

19. holan
Brynja Traustadóttir

Úrdráttarverðlaun
Hafþór Hafliðason Haraldur Baldursson
Theodór Ólafsson Kristinn Þorsteinsson
Gunnar Viktorsson Ólafur Þór Ágústsson
Ellý Erlingsdóttir Guðmundur Jónsson

Róbert Leó Sigurjónsson Selma Jónsdóttir
Margrét Guðbrandsdóttir Erna Ómarsdóttir
Vigfús Adolfsson Guðmundur Karlsson
Þorvaldur Sveinbjörnsson Brynjar Jónasson

Sigurvegararar í höggleik karla og kvenna og þar með Golfari FH þetta árið eru þau Gunnar Þór Halldórsson á 73 höggum og Margrét Theodórsdóttir á 80 höggum.

Aðrar fréttir