Markakóngarnir rjúfa 100 marka múrinn!

Markakóngarnir rjúfa 100 marka múrinn!

Aron Pálmarsson og Guðmundur Pedersen rufu báðir 100 marka múrinn í 1. deild karla í síðustu umferð á móti Selfoss. Aron skoraði 9 mörk í leiknum en Guðmundur 7. Aron skaust þar með fram úr Gumma í baráttunni um markakóngstiltil deildarinnar en Aron er markahæsti leikmaður deildarinnar með108 mörk en Guðmundur er í öðru sæti með 107 mörk. Þeir eru einu leikmenn deildarinnar sem hafa skorað yfir 100 mörk. Nánari tölfræði hjá FH liðinu má finna hér á síðunni undir tenglinum handbolti og meistaraflokkur karla en það er Heiðar Örn Arnarsson sem er tölfræðimeistari síðunnar.

  
Bræður munu berjast, sagði einhver…

Aðrar fréttir