Markaregn í slagveðri í Safamýri

Markaregn í slagveðri í Safamýri

Það voru þó nokkur forföll í FH-liðinu fyrir leikinn. Gunnar Oddgeir var í próflestri, Árni Björn varð fyrir meiðslum í íþróttavali, Viktor var veikur, Kári meiddur, Aron Lloyd í útlöndum auk þess sem Andri Magg og Kristján Gauti eru enn ekki byrjaðir að spila en þeir hafa átt í meiðslum.
En byrjunarlið FH leit svona út:

                                     Maggi

Bjarki Ben      Davíð Sig      Bjarki Már      Helgi

Emil Atla       Bjössi Berg (f)      Brynjar       Vignir

                Andri Gísla           Einar Karl

Nonni var 12. maður á bekknum en kom inn á eftir um 25 mínútur og svo rúllaði þetta bara.

Það er skemmst frá því að segja að leikurinn fór 5-5. FH hafði yfir 2-3 í hálfleik. En Víkingar komust í 4-3 eftir um 10 mínútna leik í seinni hálfleik. FH-ingar jöfnuðu en Víkingar komust 5-4 yfir þegar um 10 mínútur voru eftir. FH-ingar sóttu ákaft og Brynjar jafnaði úr víti 5 mínútum fyrir leikslok.

Mörk FH skoruðu: Andri Gísla 2, Emil Atla 2 og Brynjar 1.

Það voru einnig þó nokkur forföll í B-liðinu eða A-2. Björgvin, Magnús Kezman og Simmi voru veikir og Orri var ekki leikfær vegna meiðsla.

En byrjunarliðið leit svona út:

                  Siggi Ingiberg

Smári       Nebo        Nonni (f)        Steini

Ingi          Matti     Hermann          Gummi

               Gulli Jón          Bjarni

Á bekknum byrjuðu Óli og Gussi Vass. Óli kom inn á í hálfleik og Gussi Vass tók síðustu 25 mínúturnar í markinu.

FH reyndist sterkari aðilinn í leiknum. Gulli Jón sem enn á ný lék með lambúshettu skoraði fyrsta markið og Ingi bætti öðru við fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Nonni með skalla eftir hornspyrnu og stuttu síðar bætti Hermann við fjórða markinu með þrumuskoti. Þá var komið að Sigurðar þætti Ingibergs. Hann fór úr stöðu markmanns og fór í framlínuna og skoraði 5. og 6. mark FH og gerði allt til að ná þrennunni. Það var svo Nebojsa Kospenda sem kórónaði góðan leik sinn með þrumuskoti lengst utan af velli í samskeytin og inn og góður 7-0 sigur í höfn.

Aðrar fréttir