Markverðir FH valdir í U19 fótbolta

Markverðir FH valdir í U19 fótbolta

Þær Iona Sjöfn Huntingdon Williams og Birna Berg Haraldsdóttir, markmenn mfl. kv. í knattspyrnu, voru í dag valdar í landslið Íslands skipað leimönnum 19 ára og yngri.

Iona, sem er fædd 1991, hefur undanfarin ár verið fastamaður í hópi U-17 og U-19 sem og að leika með 2. og mfl. kv.  Í frístundum gengur Iona um beina á Súfistanum á Strandgötu í slagtogi við systur sína Ölmu Gythu Huntingdon Williams, og lagar einstakan Latté.  það getur heimsborgarinn og kaffi-kverúlantinn Þórarinn Böðvar Þórarinnsson, þjálfari 4. fl. kv., staðfest en stelpurnar koma einmitt báðar úr smiðju Tóta. 

Birna Berg hefur einnig leikið með U-16, U-17 og U-19 jafnframt því að leika með 2. og mfl.  Þess utan er Birna sterkur handknattleiksmaður sem leikið hefur með yngri landsliðum í handbolta og framan af vetri var hún leikmaður mfl.

Liðið er valið fyrir undankeppni EM sem fram fer í Sochi í Rússlandi síðar í mars mánuði.  Með Íslandi í Riðli eru Spánn, Rússland og Tékkland.

Nánar á vef KSÍ

FH-ingar óska stelpunum til hamingju og vonast til að liðinu gangi vel.

Aðrar fréttir