Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni…

Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni…

Leikskýrslu A-liða má sjá hér.

Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu. Brynjar Benediktsson slapp í tvígang inn fyrir vörn Valsmanna en markvörðurinn sá við honum. Tvisvar sinnum nötruðu marksúlurnar eftir þrumuskot Garðars Leifssonar  en hinum megin áttu Valsmenn tvö góð færi en Aron Pálmarson varði glæsilega.

Fyrri hálfleikur var markalaus en FH-ingar komu ákvðeðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fjórum sinnum á fyrstu 11 mínútum hálfleiksins. Þar voru að verki þeir Magnús Stefánsson, Brynjar Benediktsson í tvígang og Gunnar Páll Pálsson.

Valsmenn áttu ekkert svar við kraftmiklum leik FH-inga en tókst þó að minnka muninn undir lokin og úrslitin því 4-1 fyrir FH.

Leiksskýrslu B-liða má sjá hér.

Valsmenn fengu óskabyrjun er þeir náðu forystunni á 4. mínútu leiksins. FH-ingar voru þó ekki lengi að svara því Ísak Bjarki Sigurðsson skoraði sannkallað glæsimark á 8. mínútu. Hann vann boltann af harðfylgi á eigin vallarhelmingi og braust upp kantinn framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum og renndi svo boltanum framhjá markverði Valsmanna og í markið. Stórkostlegt mark.

Valsmenn náðu svo aftur forystunni á 23. mínútu með marki úr víti en Árni Grétar jafnaði fyrir FH þremur mínútum síðar. Fékk sendingu frá hægri kanti inní vítateig, tók boltann niður og skaut, markvörður Vals varði en Árni fylgdi vel á eftir og sendi boltann í autt markið.

Staðan var 2-2 í hálfleik í hörkuleik.

Í seinni hálfleik héldu FH-ingum engin bönd. Davíð Þorgilsson skoraði þriðja markið beint úr aukaspyrnu og Davíð Atli Steinarsson bætti fjórða markinu við skömmu síðar. Stefán Þór Jónsson stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu og kom FH í 5-2 og Davíð Atli gerði 6. markið skömmu síðar. Valsmenn minnkuðu muninn úr víti undir lokin en góður 6-3 sigur FH staðreynd.

Aðrar fréttir