Meistaraflokkar hefja æfingar eftir frí

Meistaraflokkar hefja æfingar eftir frí

Meistaraflokkar karla og kvenna í handknattleik eru um þessar mundir að hefja aftur æfingar eftir svokallað “frí” en leikmenn hafa samt sem áður haldið sér við og æft grunnþol ásamt því að styrkja sig mikið í lyftingum í sumar.

Karlarnir æfa stíft

Karlarnir byrjuðu æfingatímabilið á mánudaginn var. Létt og góð stemmning var í hópnum og menn mjög ferskir eftir sumarfríið og greinileg tilhlökkun hjá mönnum að takast á við komandi verkefni.

Nýjir leikmenn mættu í fyrsta sinn og þeir boðnir velkomnir í félagið. Það var virkilega gaman að sjá Magnús Sigmundsson aftur upp í Krika og karlinn lumaði á glæsilegum FH æfingagalla síðan í den. Hjörtur Hinriksson var sprækur, nýkominn frá Fram og Arnar Sveinbjörnsson nýr markmaður okkar mættur frá Akureyri. Annar Akureyringur Ásbjörn Friðriksson mun svo mæta til æfinga hjá liðinu á næstunni.

Fram að móti mun liðið æfa grimmt. Æft verður sjö sinnum í viku mánudaga til föstudaga en æft er tvisvar á þriðjudögum og fimmtudögum, morgna og á kvöldin. Búist er við að liðið spili ca 12 æfingaleiki fram að Íslandsmóti bæði á undirbúningsmótum og leiknir stakir æfingaleikir.

Konurnar í æfingarferð til Portúgal

Af konunum er það að frétta að mun í dag, fimmtudag leggja í viku æfingaferð til Portúgal. Áfangastaðurinn er Tavira og verða stelpurnar á 4ra stjörnu hóteli á meðan á dvölinni stendur. Æft verður 2x á dag í 7 daga og verður hart tekið á því, þar sem að morgunæfingar snúast um hlaup og þrek, en kvöldin fara í bolta í höll sem er nálægt hótelinu.

Ekki þarf að taka það fram hvað svona ferðir skipta miklu máli fyrir lið, hópurinn þéttist ásamt því hvað það er vel æft.

Veðrið á Tavira er ekki slæmt, en það er glampandi sól og 30°c, því má gera ráð fyrir að stelpurnar mæti í þrusu formi og vel tanaðar aftur til Íslands þann 7 ágúst.

Stelpurnar ætla að skrifa ferðasögu sem kemur síðar.

Fylgist með á næstunni!

Fram að móti verður reglulega fylgst með liðunum í undirbúningi, þau kynnt frekar ásamt því að nýjir leikmenn verða betur kynntir. Ákveðin undirbúningsvinna er nú í gangi um að stórbæta alla umfjöllun í kringum meistaraflokkana bæði á vef FH sem og á öðrum sviðum. Nánar verður skýrt frá framvindu mála síðar.

styður

Aðrar fréttir