Meistaraflokkur karla á Norðlenska.

Meistaraflokkur karla á Norðlenska.

Meistaraflokkur karla í handbolta hóf leik á Norðlenska mótinu sem
leikið er á Akureyri þessa helgina. Fyrsti leikur FH var gegn
Stjörnunni, en Stjörnumenn hafa fínu liði að skipa þrátt fyrir að leika í
1.deild. Til að gera langa sögu stutta þá vannst þægilegur 10 marka
sigur, 34-24, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 16-12 FH í vil.
Þetta er fínasta byrjun hjá FH-ingum, en liðið hefur nú endurheimt þá
Ólaf Guðmundsson og Loga Geirsson úr meiðslum og munar töluvert um þá
tvo. Markahæstur FH-inga að þessu sinni var Akureyringurinn með FH
hjartað hann Ásbjörn Friðriksson, hann gerði 6 mörk að þessu sinni,
annars dreifðist markaskorunin nokkuð vel og margir voru að leggja í
púkkið.

FH liðið mætir svo Val í dag. Úrslitin í þeim leik ráða
því um hvaða sæti liðið spilar seinna í dag. FH.IS fylgist með stöðu
mála og uppfærir FH-inga á FH.IS

Aðrar fréttir