Meistaraflokkur kvenna á Reykjavík open um helgina

Meistaraflokkur kvenna á Reykjavík open um helgina

Fyrsti leikur verður á morgun kl 21:30 við Fram, en Fram-stúlkur hafa gríðarlega sterkt lið og verður sá leikur sýnd veiði en ekki gefin fyrir okkar stúlkur.

Hópurinn okkar er sterkur og samstylltur og höfum við æft hrikalega vel í sumar. Við ætlum okkur að sjálfsögðu stóra hluti í vetur og er þetta mót hluti af okkar undirbúningi til þess að ná okkar markmiðum. Eitthvað er um meiðsli í hópnum en ekkert sem telst alvarlegt. Þó held ég að undirrituð sé sú eina sem ekki tekur þátt um helgina sökum meiðsla. En það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af.
Stelpurnar koma dýrvitlausar í þetta mót og ætlum við okkur klárlega að nýta þessa leiki eins vel og við mögulega getum og vonum að það fleyti okkur á þann stað sem við viljum vera komnar þegar fyrsti leikur í deild verður, þann 20 september.

En mótið hefst eins og ég kom að áðan, á morgun með leik við FRAM. Föstudaginn 29 águst eigum við leik kl 17:30 við Fylki og annan kl 20:30 við Hauka.

Svo á laugardaginn eru spilaðir úrslitaleikirnir og auðvitað ætlum við að vera þar, en það verður auglýst síðar.

Leikirnir eru 2×20 mínútur og vonum við stelpurnar að allir mæti og hvetji okkur áfram.

ÁFRAM FH.
Fh. Meistaraflokks kvenna,
Hafdís Hinriksdóttir

Aðrar fréttir