Meistaraflokkur kvenna – úrslitakeppnin framundan

Meistaraflokkur kvenna – úrslitakeppnin framundan

Meistaraflokkur kvenna tryggði sér fyrir nokkru sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Í átta liða úrslitum mætir FH liði Völsungs frá Húsavík. Leikið er heima og að heiman. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 29. ágúst nk. kl. 14:00 á Kaplakrikavelli og síðari leikurinn verður þriðjudaginn 1. september á Húsavík. Sigurvegarinn úr þessari viðureign heldur síðan áfram í undanúrslit þar sem barist verður um sætin tvö í efstu deild á næsta ári. Við FH-ingar setjum að sjálfsögðu stefnuna á sæti í efstu deild næsta sumar. Til þess að svo megi verða þurfa stelpurnar öflugan stuðning úr stúkunni og hvetjum við alla FH-inga til þess að mæta á þessa mikilvægu leiki hjá stelpunum í úrslitakeppninni.

Aðrar fréttir