Meistaraflokkur kvk FH fékk nýlega liðsstyrk frá landsliði Nicaragua.

Meistaraflokkur kvk FH fékk nýlega liðsstyrk frá landsliði Nicaragua.

Meistaraflokkur FH fékk nýlega liðsstyrk frá landsliði Nicaragua. Ana Victoria Cate Aguilar sem spilar stöðu framherja.

Ana Cate 22. ára fædd í  Kansas (USA) og hefur verið í lansliði kvenna í  Nicaragua síðan 2010.

Ana Cate er með bandarískan ríkisborgararétt og lék með háskólaliðinu í Auburn USA, en áður en hún kom til FH var hún í  Durham Háskóla í Englandi og lék með því fótboltaliði.

“Ég fagna þessu tækifæri  hjá FH til að þroska mig sem fótboltamann og stækka sjóndeildarhringinn með nýju spennandi umhverfi. Ég hef spilað fótbolta í USA og Englandi. Núna er tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir með nýju liði, íslensku fótboltaliði en ég mun nýta þessa reynslu til að bæta kvennafótboltann í Nicaragua, sem er næsta skref í mínum fótboltaframa.” Segir Ana Cate.

“Ég hlakka til að fá tækifæri til að sýna hvað í mér býr fyrir FH og er sannfærð um að við sem ein liðsheild í FH munum ná langt í Pepsideildinni og ná okkar markmiðum þar, þetta er nýr kafli í lífu mínu hér á Íslandi sem er ótrúlega spennandi og mikil áskorun”.

Þórður Jensson, þjálfari meistaraflokks kvenna FH: Ana er frábær viðbót við okkar lið. Hún er með mikla boltafærni, eldsnögg og kemur sterk inn í sóknarleik FH í Pepsideildinni í sumar. Við höfum miklar væntingar til hennar.

FH er sem stendur efst í Pepsideildinni eftir sigur gegn Aftureldingu þann 13. maí og ÍA 20. maí. Næsti leikur er útileikur gegn Breiðablik, þriðjudaginn 27. maí kl. 19:15 og næsti heimaleikur er þriðjudaginn 3. júní kl. 19:15 gegn Stjörnunni.  Munið  frítt á alla heimaleiki mfl.kvenna í sumar.

Aðrar fréttir