Meistaramót Íslands 12-14 ára

Meistaramót Íslands 12-14 ára

Það var ágætis árangur hjá krökkunum okkar á Meisaramóti 12-14 ára sem haldið var á Laugardalsvelli.

Helsti árangur í aldursflokkum:

12 ára

Iðunn Arnardóttir hafnaði í 2 sæti með stökki sínu yfir 1,40 (sigurstökkið var einnig 1,40), einnig varpaði hún kúluni (2 kg) 8,34 m og hafnaði í 7 sæti.

-Mjög góður árangur hjá Iðunni sérstaklega þar sem hún er tiltölulega nýbyrjuð að æfa.

Linda Guðrún Sigurðardóttir kastaði kúluni (2 kg) 5,93m, spjót (400gr) 17,59m (8 sæti)

13 ára

Svanhvít Júlíusdóttir sigraði 80 m grindarhlaup á tímanum 13,87 sek, varð í 7 sæti í 100m hlaupi á tímanum 14,33 sek. Hún varð einnig 7 í 800m hlaupinu á tímanum 2:53,00. Hún varð 2 í langstökkinu með 4,72 m og í 6 sæti í hástökkinu með 1,40 m.

-Svanhvít er nú orðin afreksmanneskjan okkar í yngri flokkunum og vonandi að hún haldi áfram að bæta sig.

14 ára

Sara Jóhannesdóttir varð 4 í 80m grindarhlaupi á tímanum 13,81 sek, kastaði spjótinu (400 gr) 22,28 m og hafnaði í 7 sæti.

Boðhlaup 4*100m :

Stelpnasveit FH – A varð í 5 sæti á tímanum 59,84 sek

Stelpnasveit FH – B varð í 9 sæti á tímanum 65,49 sek

Telpnasveit FH varð í 5 sæti á tímanum 56,20 sek

Aðrar fréttir