Meistaramót Íslands 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára

Efni: Meistaramót Íslands 15-22 ára verður haldið 23. og 24. febrúar

– Frjálsíþróttadeild ÍR býður til Meistaramóts Íslands 15-22 ára innanhúss 23. og 24. febrúar í Baldurshaga og Íþróttahúsi Seljaskóla.

– Keppt er í flokkum sveina, meyja, drengja, stúlkna, ungkarla og ungkvenna, skv. reglugerð FRÍ um unglingameistaramót Íslands 15-22 ára, innanhúss.

– Í hverjum aldursflokki er keppt um “Íslandsmeistaratitil félagsliða”. Gefin eru stig fyrir fyrstu sex sætin, frá sex niður í eitt stig og veitt verðlaun í hverjum aldursflokki.

– Í Íþróttahúsi Seljaskóla verður lagt gerviefni fyrir hástökk og stangarstökk. Leyfileg stærð gadda er 6 mm.

– Skráningargjald kr. 500.- á grein í flokkum 15-18 ára og kr. 1.000.- í flokki 19-22 ára, sem skal greiðast áður en mótið hefst. Vinsamlegast sendið inn árangur með skráningu því raðað verður í riðla eftir árangri.

Keppnisgreinar eftir aldurshópum:

15-18 ára: 60m hl., 60 m gr.hl., langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp, langstökk án atr. og þrístökk án atr.

19-22 ára: 60 m hl., 60 m gr.hl., langstökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp.

Gisting: Allt er orðið fullbókað hjá UMFÍ en séu e-r í vandræðum með slíkt hafið samband sem fyrst við Albert Þór í síma 691-3101 (albertm@heimsnet.is) og við athugum með möguleika á gistingu í ÍR heimilinu.

Áætlaður tímaseðill

– Athugið að tímaseðill getur breyst. Sendur verður leiðréttur tímaseðill eftir að skráningarfresti lýkur.

– Í 60 metra hlaupi komast átta bestu tímar í undanúrslit.

– Í 60 metra grindahlaupi komast fjórir bestu tímar í úrslit.

– Veitingar verða seldar á mótsstað.

Laugardagur 23. febrúar

Baldurshagi

10.00 60 m hlaup undanrásir

12.00 60 m hlaup undanúrslit

12.25 60 m hlaup úrslit

13.10 Langstökk stúlkna, kvenna, drengja, karla

13.10 Þrístökk án atrennu meyja og sveina*

14.00 Langstökk án atrennu meyja og sveina*

14.40 Langstökk meyja og sveina

14.40 Langstökk án atrennu stúlkna og drengja*

15.30 Þrístökk án atrennu stúlkna og drengja*

* Þessar greinar gætu flust á sunnudag upp í Íþróttahús Seljaskóla, ath. nánar á lokatímaseðli sem sendur verður út skömmu fyrir mót.

Sunnudagur 24. febrúar

Baldurshagi

10.00 60 m grindahlaup undanrásir

10.50 60 m grindahlaup úrslit

12.00 Þrístökk meyja, stúlkna og kvenna

13.00 Þrístökk drengja og karla

13.20 Þrístökk sveina

Íþróttahús Seljaskóla

13.15 Stangarstökk meyja, stúlkna og kvenna (ef þær keppa ekki í þrístökki þá verður e.t.v. byrjað fyrr)

14.00 Kúluvarp drengja og karla, hástökk meyja

14.30 Hástökk drengja og karla

14.50 Kúluvarp stúlkna og kvenna

15.30 Stangarstökk sveina/drengja og karla

15.40 Kúluvarp meyja, hástökk stúlkna og kvenna

16.15 Kúluvarp sveina

16.30 Hástökk sveina

Skráningar og upplýsingar:

Skráningarfrestur er til mánudagsins 18. febrúar. Vinsamlegast sendið skráningar á tölvupósti (ásamt árangri og kennitölu) til Friðriks Þórs Óskarssonar (fridrik@landsteinar.is). Einnig er hægt að faxa skráningar til Hafdísar Óskar Pétursdóttur (faxnúmer: 557-5051).

Aðrar fréttir