Meistaramót Íslands

Meistaramót Íslands

FH-ingar fengu flest verðlaun á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. FH-ingar unnu stigakeppni mótsins með miklum yfirburðum, hlutu 287 stig eða fleiri en UMSS og ÍR til samans. UMSS hlaut 162,5 stig og ÍR varð þriðja með 66 stig og HKS fjórða með 60,5 stig, en alls hlutu 13 félög eða héraðssambönd stig í mótinu. Fyrstu sex menn í hverri grein hljóta stig.

Silja Úlfarsdóttir hlaupakona átti þátt í fimm þeirra, en hún varð fimmfaldur Íslandsmeistari í hlaupagreinum. Hún sigraði í 100m, 200m og 400m hlaupi, og var auk þess í boðhlaupsveitum FH sem sigruðu í 4x100m og 4x400m boðhlaupum.

Þórey Edda Elísdóttir sigraði í stangarstökkinu stökk yfir 4,30m og setti þar með Meistaramótsmet. Hún átti góða tilraun við nýtt Íslandsmet, 4,51m en felldi naumlega í þriðju tilraun. Bjarni Þór Traustason sigraði í 200 m og Hástökki, Sveinn Þórarinsson sigraði í 100 m en var annar í 200 m, Birna Björnsdóttir sigraði í 800 m og 1500 m. Rakel Ingólfsdóttir sigraði í 3000 m og varð þriðja í 1500 m. Björgvin Víkingsson sigraði í 400 m en var annar í 400 m grind, en var óheppinn því að hann féll nær við á síðustu grind. Guðmundur Karlsson sigraði í sleggjukasti (áttum 4 fyrstu þar því að Jón Sigurjónsson, Eggert og Vigfús Dan komu þar næstir) Eggert Bogason sigraði í Kringlukasti en Óðinn Þorsteinsson var annar í Kúluvarpi og Kringlukasti.. Jón Ásgrímsson sigraði í Spjótkastinu með yfirburðum. Halla Heimisdóttir sigraði í Kringlukastinu, önnur í kúluvarpinu og þriðja í sleggjukasti. Ylfa Jónsdóttir sigraði í 400 m grind og varð önnur í 100 m grind og þriðja í 400 m. Ingi Sturla Þórisson varð þriðji í 110 m grind, Daði Rúnar Jónsson varð annar í 1500 m en þriðji í 800 m . Unnur Sigurðardóttir varð þriðja í Kringlukasti. Sigrún Fjeldsted varð önnur í Spjótkastinu. Sigrún Dögg Þórðardottir varð þriðja í 100 m grind. Eygerður Inga Hafþórsdóttir varð önnur í 800 m og Eva Rós Stefánsdóttir varð önnur í 3000 m . Kristján Gissurarson varð þriðji í stangarstökkinu. Karlarnir og konurnar sigruðu bæði í 4x 400 m boðhlaupinu.

Aðrar fréttir