Meistaramót Íslands fyrri dagur

Meistaramót Íslands fyrri dagur

FH-ingar áttu fyrstu greinina, sleggjukast Bergur I Pétursson sigraði, Guðmundur Karlsson varð annar, Eggert Bogason varð þriðji, Ingvar Torfason varð fjórði, Heiðar Geirmundsson varð sjötti og Óðinn Björn Þorsteinsson varð sjöundi. Silja Úlfarsdóttir sigraði í 100 m grindahlaupi og Ásthildur Erlingsdóttir varð í áttunda. Jónas Hlynur Hallgrímsson varð fjórði í stangarstökki. Bjarni Þór Traustason varð annar í langstökki og Sigurður S Helgason varð áttundi. Sigrún Fjeldsted varð í þriðja sæti í spótkasti og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir varð fimmta. Bjarni Þór Traustason varð þriðji í 110 m grindarhlaupi og Fannar Gíslason varð fjórði. Silja Úlfarsdóttir varð önnur í 100 m hlaupi, en í hlaupinu setti Sunna Gestsdóttir glæsilegt Íslandsmet. Bjarni Þór Traustason varð þriðji í 100 m hlaupi og Gunnar Bergmann Gunnarsson varð tíundi.
Í spótkasti sigraði Jón Ásgrímsson, Jónas Hlynnur Hallgrímsson varð annar, Arnar Már Þórisson varð þriðji og Bergur I Pétursson varð sjöundi. Ragnar Tómas Hallgrímsson varð fimmti í hástökki og Jónas Hlynur Hallgrímsson varð sjötti.
María K Lúðvíksdóttir sigraði í sleggjukasti, Kristbjörg H Ingvarsdóttir varð fjórða, Sigrún Fjeldsted varð fimmta og Unnur Sigurðardóttir varð sjötta. Silja Úlfarsdóttir sigraði í 400 m hlaupi og Eva Hrönn Árelíusdóttir og Ásthildur Erlingsdóttir urðu 9. og 10. Björgvin Víkingsson sigraði í 400 m hlaupi , Sigurður S Helgason varð 9. og Andri Björn Birgisson varð 13. Sólveig M Kristjánsdóttir varð fjórða í 1500 m hlaupi, en Eygerður I Hafþórsdóttir varð að hætta vegna magakveisu.
A sveitin varð þriðja í 4×100 m í henni voru: Ólafur Sveinn Traustason, Fannar Gíslason, Gunnar Bergmann Gunnarsson og Bjarni Þór Traustason. B-sveitin varð fimmta og í henni voru: Andri Björn Birgisson, Sigurður S Helgason, Ragnar Tómas Hallgrímsson og Björgvin Víkingsson. Kvennasveitin varð fimmta í 4×100 m og þar hlupu: Sara Úlfarsdóttir, Eva Hrönn Árelíusdóttir, Súsanna Helgadóttir og Silja Úlfarsdóttir.

Aðrar fréttir