Meistaramót Íslands í 10.000 m hlaupi karla og öldunga og 5.000 m hlaupi kvenna og öldunga

Meistaramót Íslands í 10.000 m hlaupi karla og öldunga og 5.000 m hlaupi kvenna og öldunga

Meistaramót Íslands í 10.000 m hlaupi karla og öldunga og 5.000 m hlaupi kvenna og öldunga

Kaplakrika, Hafnarfirði, sunnudaginn 1. september

Meistaramót Íslands í 10.000 m hlaupi karla og 5.000 m hlaupi kvenna fer fram í Kaplakrika sunnudaginn 1. september n.k. Keppt er jafnframt í öllum aldursflokkum öldunga þ.e. 35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv. Keppni í 5.000 m hlaupinu hefst kl. 19:30, en 10.000 m hlaupið hefst kl. 20:00. Verðlaunapeningur er fyrir fyrstu þrjú sætin í hvoru hlaupi og í öllum aldursflokkum. Kunnir kappar frá fyrri árum munu afhenda verðlaunin.

Allir þátttakendur fá 1.000 kr. afsláttarmiða frá Prímó ehf. til kaupa á NB og Freddy skóm í verslunum í Reykjavík.

Mótið er í umsjón frjálsíþróttadeildar FH. Skráningargjald er 1.000 kr. og greiðist á mótsstað. Skráningar berist á netinu til sigurdur.p.sigmundsson@vmst.stjr.is í seinasta lagi miðvikudaginn 28. ágúst n.k. Mikilvægt að það gangi eftir m.a. vegna gerð verðlaunapeninga.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður P. í síma 864-6766.

Til upplýsingar og vonandi til að hvetja sem flesta til að vera með má sjá afrekaskrá í 10.000 m karla og 5.000 m kvenna ásamt aldursflokkaskrá á hlaup.is. Notið tækifærið til að bæta ykkur á skránni eða koma ykkur inn á hana.

Aðrar fréttir