Mfl. fl. kv. spilar um sæti í Úrvalsdeild

Mfl. fl. kv. spilar um sæti í Úrvalsdeild

Síðastliðna helgi fór FH góða ferð norður í land og lék tvo leiki á tveimur dögum.  Fyrst mætti FH sterku lið i Völsungs á Húsavík og lauk þeirri viðureign með 1-1 jafntefli.  Síðari leikurinn var svo gegn Draupni á Akureyri en þar unnu stelpurnar stórssigur 1-8.  Með stigin fjögur í farteskinu tryggðu þær sér 3ja sæti í B-riðli 1. deildar á eftir Haukum og ÍBV.  Niðurstaðan þýddi að FH mætir Þrótti sem hafnaði 2. sæti í A-riðli í tveimur leikjum, heima og að heiman.  Fyrri leikurinn fer fram í Krikanum á laugardag, þann 22. kl. 12:30 en sá síðari á þriðjudaginn 25. ágúst kl. 18:00 á Valbjarnarvelli í Laugardal.  Fáeinum klukkustundum síðar eða kl. 16:00 fer svo fram leikur FH og Grindarvíkur í Pepsi-deild karla þar sem FH getur tryggt sér titilinn í 5. sinn á 6 árum.

Við skorum alla að mæta og styðja stelpurnar og kíkja svo á leikinn hjá strákunum í framhaldinu og styðja við bakið á liðunum.  Frítt er inn að völlinn í báður leikjum.

Áfram FH!!!

Aðrar fréttir