Mfl. kv. áfram þrátt fyrir tap

Mfl. kv. áfram þrátt fyrir tap

Eins og fram kemur hér á síðunni þá lauk fyrri leik liðanna með 3-1 sigri FH í Krikanum á laugardaginn.  Fyrir leikinn var því staða FH þokkaleg; sigur og tvö mörk í plús.

Síðari leikur liðanna fór fram í gærkvöld við þokkalegar aðstæður á Valbjarnarvelli. 
Það var Sigrún Ella Einarsdóttir sem skoraði fyrsta mark leiksins á upphafsmínútunum og kom FH yfir.  Við það færðist full mikið andvaraleysi yfir leik liðsins og Þróttur vann sig jafnt og þétt inn í leikinn.  Skömmu síðar uppskátu þær svo mark eftir góða sókn, sendingu fyrir og glæsilegan skalla í mark FH.   Staðan í hálfleik 1-1 og Þróttur með tögl og hagldir á leiknum.
Í síðari hálfleik héldu Þróttar uppgteknum hætti og sótti án þess að skapa sér teljandi færi.  Þær fengu hinsvegar nokkuð óvænt víti sem þær nýttu og komust yfir.  Eftir það sótti FH í sig veðrið og síðustu 20 mínútur leiksins var FH líklegra til þess að jafna en Þróttur að bæta við.  Lokatölur 2-1 Þrótti vil.

Markamunurinn úr fyrri leiknum reyndist drjúgur og FH því komið í undanúrslit þar sem liðið mætir sterku liði ÍBV.  Sá leikur fer fram laugardaginn næstkomandi kl. 14:00 í Krikanum en síðari leikurinn verður í Eyjum miðvikudaginn 2. sept. 

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar!!!  Heimavöllurinn gæti reynst drjúgur þegar á reynir.

Aðrar fréttir