Mfl. kv. í fótbolta – Tap í æfingaleik gegn Stjörnunni

Mfl. kv. í fótbolta – Tap í æfingaleik gegn Stjörnunni

FH fór illa af stað í leiknum og snemma leiks hafði Stjarna náð tveggja marka forystu.  Fátt markvert gerðist fram að leikhléi og FH náði ekki að skapa sér almennileg færi.  Í síðari háflleik brá Jón Þór þjálfari liðsins á það ráð að skipta um leikkerfi og fara úr 4-5-1 í 4-4-2.  Við það komst FH inn í leikinn og skapa sér færi.  Um miðbik síðari náði FH svo að minka munin en þar var að verki Ástrós (höf. vantar föðurnafn).  Í  Kjölfarið gerðu stelpurnar sig líklegar til að jafna en skömmu fyrir leikslok náðu Stjörnu-stelpur að bæta við 3 markinu og úrslitin voru ráðin.

Leikur liðsins var kaflaskiptur og þrátt fyri slaka byrjun voru góðir punktar sem taka má úr leiknum.  Eins og títt er með æfingaleiki á þessum árstíma var mikið um inná skiptingar og fjöldi leikmanna kom við sögu.  Á heildina litið var leikurinn ekki slakur miðað við árstíma gegn sterku liði sem var í toppbaráttunni framan af í liðnu íslandsmóti.

Sunnudaginn næstkomandi leikur liðið æfingleik við Aftureldingu i Kórnum og gaman verður að fylgjast með hvenig liðinu gengur þá.  Við skorum á alla að kíkja á stelpurnar um komandi helgi.

Aðrar fréttir