Mfl. kv. jafntefli í fyrri leiknum gegn ÍBV

Mfl. kv. jafntefli í fyrri leiknum gegn ÍBV

Jafnræði var með liðunum frá fyrstu mínútu og lítið um færi.  Í fyrri hálfleik voru það þó eyjamenn sem fengu tækifæri eftir mistök í varnarleik FH en Þar með er upptalið það markverðasta í leiknum.  Í síðarihálfleik var það sama upp á teningnum en að þessu sinni litu engin færi dagsins ljós.  Sem sagt tilþrifalítill leikur sem minti á opnunarleik á HM þar sem liðin ganga afar varkár til leiks.

Fyrirfram hefðu það þótt ágætis úrslit gegn sterku liði ÍBV að ná jafntefli en það er ljóst að meira býr í FH liðinu sem verður að brýna klærnar fyrir síðari leikinn í eyjum á miðvikudag. 

Fjöldi FH-inga svaraði kallinu og mætti í Krikann til að styðja stelpurnar.  Vonandi verður framhald á því enda hafa stelpurnar verið að spila skemmtilegan bolta á köflum í sumar.

Maður leiksins í liði FH var valin reynsluboltinn Sigríður Siemsen og er hún vel að því komin, stýrði vörn FH af röggsemi og barði lið sitt áfram.

Aðrar fréttir