Mfl. kv. laut í lægra haldi

Mfl. kv. laut í lægra haldi

Annan í Hvítasunnu fór fram leikur grannliðanna Hauka og FH á Ásvöllum.  Leikurinn var annar leikur FH en fyrir hafði liðið sigrað Draupnir í Krikanum.

Leikir liðanna hafa jafnan verið spennandi og lítið borið á milli.  FH spilaði á köflum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættuleg færi.  Haukar voru hinsvegar hættulegri í sínum aðgerðum og uppskáru eina mark leiksins.  Lokatölur 0-1 á gervigrasinu á Völlunum.

Sem fyrr segir átti FH fína spretti en það er ljóst að þær verða að vera beittari fram á við eigi þær að eiga möguleika gegn sterkari liðum.  Liðið verst vel á sínum vallarhelming og heldur bolta vel en meiri áræðni vantar fyrir framan mark andstæðinganna. 

Stelpurnar voru að vonum súrar að leik loknum enda ætla stelpurnar sér að vera í toppbaráttu í mótinu í sumar.  Jóns og Örnu, þjálfara liðsins, bíður hinsvegar það verkefni að skerpa á sókninni fyrir næsta leik sem er gegn Tindastóli á Sauðárkróki næstkomandi fimmtudag.

Miðvarðarparið þær Sara Atladóttir og Berglind “Bella” Arnardóttir voru fremstir meðal jafningja í liði FH að þessu sinni.

Á myndinni má sjá litlu konuna með stóra nafnið Ölmu Gythu Huntingdon Willams Guðrúnardóttur Þorkells.  takast á við Haukastelpur í leiknum.

Aðrar fréttir