Mfl. kv. lék æfingaleik gegn KR í Egilshöll

Mfl. kv. lék æfingaleik gegn KR í Egilshöll

Nú þegar lengsta undirbúningstímabil jörðinni er nýhafið þykir við hæfi að leika æfingaleiki til að stytta sér stundir og stilla saman strengi eftir hausthlé. 

Mfl. kvenna lék sinn fyrsta æfingaleik í dag gegn KR í Egilshöll.  FH sigraði viðureignina 4-1 með mörkum frá Sigrúnu Ellu og Ástrósu Eiðsdóttur sem gerðu sitthvort markið auk Liliönu Martin sem setti tvö í sínum fyrsta leik með FH.  Liliana, sem er portúgalskur leikmaður sem leikið hefur með landsliði portútgal, gekk á dögunum í raðið FH frá ÍR.  Markaskorari KR var engin önnur en hafnfirðingurinn góðkunni Svava Björnsdóttir.
Leikur liðanna þótti bera öll þess merki að liðin væru nýkomin saman eftir hlé og því að þjálfarar liðanna væru að skoða leikmenn.  FH átti ágætis spretti og sigurinn þótti sanngjarn miðað við gang mála í leiknum.

Á sama tíma fór fram leikur Aftureldingar og FH í 2. fl. kv. í Mosó.  Á dögunu gerði FH jafntefli við Þrótt 1-1 og það sama var upp á tengingnum í kvöld þegar liðið gerði aftur jafntefli, nú 2-2.  Markaskorar FH voru þær Kristín Guðmundsdóttir og Íris Ösp Aðalsteinsdóttir.

Aðrar fréttir