Mfl. kv. Sigraði ÍA í Faxaflóamótinu

Mfl. kv. Sigraði ÍA í Faxaflóamótinu

Það var snemma ljóst að FH-stelpurnar í meistarflokki komu betur undirbúnar til leiks í Akraneshöll í gærkvöld.  Eftir aðeins 10 mín. leik hafði Sara Atladóttir stangað boltan í netið eftir eina af fjölmörgum frábærum hornspyrnun Sigríðar fyrirliða Simsen.  Skömmu síðar bætti Linda Björgvinsdóttir við marki einnig eftir hornspyrnu og staðan orðin 0-2.  En FH-stelpurnar höfðu ekki lokið störfum í fyrri hálfleik því Guðrún Sveinsdóttir sem verið hafði með átlunarferðir upp hægri kantin bætti við 3ja markinu.  Litlu síðar var dæmt víti á FH og úr því skoruðu skagastelpur.  Staðan í hálfleik 1-3.

Í síðari hálfleik héldu FH-ingar upptekknum hætti og sóttu grimt.  En aðeins eitt mark leit dagsins ljós áður en tíminn var úti.  Þar var Guðrún Sveinsdóttir aftur á ferðinni eftir þunga sókn.  Lokatölur 1-4.

Sem fyrr segir voru FH-stelpurnar í góðu formi og mikill kraftur í liðinu.  Gaman verður að fylgjast með liðinu á næstu vikum nú þegar þegar deildarbikarinn fer að hefjast.

Aðrar fréttir