Mfl. kv. sigraði ÍBV í æfingaleik

Mfl. kv. sigraði ÍBV í æfingaleik

ÍBV endurreisti meistaraflokk kvenna á dögunum en eyjamenn voru síðast bikarmeistarar 2004 og höfðu fram að því ávallt á að skipa sterku liði.  Það er mikið gleðiefni að þetta fornfræga félag skuli nú blása í herlúðra.

Jafnræði var með liðunun framan en þó voru eyjastúlkur ivið frískari í fyrri hálfleik.  Þær skoruðu svo fyrsta markið eftir um 25.  Það varð tll þess að FH-stelpurnar hresstust og þær fóru að skapa sér færi.  Guðrún Sveinsdóttir skoraði svo skömmu fyrir hálfleik með glæsilegu skoti lengst utan að hægri kanti sem fór yfir markmann ÍBV.  Guðrún verður ein til frásagnar um hvort hún hafi ætlað sér að skora eða senda fyrir markið.

Orri Þórðarson, sem leysti Jón þór af að þessu sinni, gerði nokkrar tilfærslur á liðinu í hlé og skilaði það sér í því að FH-liðið var töluvert frískara í síðari hálfleik.  það fór svo að FH bætti við tveimur mörkum en Eyjmenn engu.  Þar voru að verki þær Silja Þórðardóttir, með þrumuskot langt utan að velli, og svo Halla Marinósdóttir eftir glæsilegt einnar snertingar samspil við Valgerði Björnsdóttur í teignum.

Lokatölur 3-1

Aðrar fréttir