Mfl. kv. sigraði Þrótt í fyrri leik úrslitakeppni 1. deildar

Mfl. kv. sigraði Þrótt í fyrri leik úrslitakeppni 1. deildar

Það varð snemma ljóst að FH væri sterkari aðilinn í leiknum og á upphafsmínútum hafði liðið fengið nokkur tækifæri.  Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir braut svo ísinn eftir laglegan undirbúning Guðrúnar Bjargar Eggertsdóttur.  Þróttur svaraði skömmu síðar eftir hornspyrnu en Guðrún Björg kom FH aftur yfir fyrir leikhlé. 
Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri og Sigrún Ella Einarsdóttir, sem valin var maður leiksins í leikslok, rak smiðhöggið á sigur FH sem í raun var aldrei í hættu.
Góður leikur hjá stelpunum og sigurinn gott veganesti fyrir síðari leikinn gegn Þróttir sem fram fer á Valbjarnarvelli kl. 18:00 á þriðjudag.
Sigurvegarar úr viðureign liðanna mæti vinningsliðinu úr viðureign ÍBV og Sindra.

Við hvetjum FH-inga til að mæta á leik liðsins og styðja við bakið á stelpunum.

Aðrar fréttir