Mfl. kv. sigraði Völsung

Mfl. kv. sigraði Völsung

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eða allt fram að því að leikmaður Völsungs var rekin útaf fyrir að brjóta á Sigrúnu Ellu Einarsdóttur sem komin var í gegn um vörn gestanna.  Sigrún tók sjálf vítaspyrnuna og geigaði skot hennar og boltinn rétt framhjá stönginni.  Eftir það sótti lið FH stíft og uppskar eitt mark fyrir hálfleik en þar var að verkin Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir, en hún hefur verið dugleg að skora fyrir liðið að undanförnu.

Í síðari hálfleik naut liðið þess að leika einum fleiri og bætti við tveim mörkum á meðan gestirnir náðu ekki að setja teljandi pressu á lið FH.  Sigrún Ella kom FH í 2-0 og áðurnefnd Jóhanna rak smiðshöggið fyrir FH og gulltryggði sigur FH á lokamínútum leiksins.

Leikur FH var með ágætum og sigurinn verðskuldaður.   Sóknarleikurinn var léttur og skemmtilegur og fékk liðið fjölda tækifæra til að skora mörk.  Aníta lea var valin maður leiksins en hún fór fyrir liðinu með dugnaði og góðri baráttu.  Aðrir leikmenn stóðu sig með prýði, sérstaklega voru sóknarmenn FH ógnandi og duglegir að skapa sér færi.

FH er sem stendur í 3. sæti B-riðils 1. deildar og með sigrinum á föstudag treysti liðið stöðu sína í því sæti.  Fjögur efstu liðin í A og B riðli mætast svo í krossspili í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild.  Það er því mikilvægt að berjast fyrir efstu sætunum í riðlunum og auka möguleika sína á að komast áfram í keppninni.

Næsti leikur FH er föstudaginn 24. næstkomandi kl. 20:00 í Krikanum en þá koma Sauðkræklingar í Tindastóli í heimsókn.

Aðrar fréttir