
Mfl. kv. Tap gegn Haukum í úrslitaleik
Fyrir leikinn höfðu bæði lið tryggt sér sæti í úrvalsdeild að ári og því var leikið upp á dolluna og ekki síst heiðurinn Ásvöllum í gærdag. Ellen Blöndal skorða eina mark leiksins úr aukaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik og Haukar þar með meistarar í 1. deild kv. Leikurinn var ágætur og bar öll merki þess að bæði lið vildu vinna og baráttan var í fyrirrúmi.
Tímabilinu er þar með lokið hjá mfl. og uppskera frábær.
Stelpurnar eru hinsvegar ekki komnar í frí þar sem þær eru flestar enn á 2. og 3. fl. aldri. 3.fl. er komin í úrslitakeppni Íslandsmótsins og leikur undanúrslitaleik gegn sameinuðu liði Fylkis og Leiknis á laugardaginn auk þess sem þær mæta Val í bikarúrslitaleik undir lok mánaðarins.
2. fl. á einnig fyrir höndum krefjandi verkefni þegar þær mæta sameinuðu liði Aftureldingar og Fjölnis í undanúrslitum bikarkeppninnar og fer leikurinn fram næstkomandi fimmtudag.
Hjálagt eru myndir úr leiknum frá meistara Jóa Long.